fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Forstjóri Byggðastofnunar fær nýjan Land Cruiser-jeppa

Bíll sem kostar 10,3 milljónir hjá umboði – Gamli jeppinn 2012 árgerðin

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. maí 2016 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, fékk nýjan Land Cruiser 150 GX-jeppa til afnota í síðustu viku. Nýi jeppinn leysir af hólmi jeppa sömu tegundar sem keyptur var fyrir forstjórann í febrúar 2012. Sá gamli er ekinn rúma 136 þúsund kílómetra og nú reyna Ríkiskaup að selja hann á Bílauppboð.is.

Eins og fram kom í úttekt DV í fyrra er forstjóri Byggðastofnunar einn þeirra forsvarsmanna ríkisstofnana sem hafa bifreiðar til eigin afnota samkvæmt ráðningarsamningi. DV sendi þá fyrirspurnir á rúmlega eitt hundrað ríkisstofnanir og óskaði eftir upplýsingum um hversu margir starfsmenn viðkomandi stofnana hefðu samkvæmt ráðningarsamningi bifreið til eigin afnota. Þeir reyndust örfáir.

Gamli á uppboði

Í úttekt DV kom fram að gamli forstjórabíll Byggðastofnunar var keyptur árið 2012 á 10,2 milljónir króna. Sá er einnig Toyota Land Cruiser 150 GX, ekinn rúma 136 þúsund kílómetra og með slitna bremsuklossa að framan, samkvæmt auglýsingu Ríkiskaupa á Bílauppboð.is. Gamli bíllinn er enn óseldur en uppboðið á honum stendur yfir til 24. maí næstkomandi. Hæsta boð sem borist hefur að svo stöddu, nemur rétt rúmlega 4 milljónum króna en lágmarksverði hefur ekki verið náð.

Dýrir bílar

Hinn 10. maí síðastliðinn var nýr Toyota Land Cruiser 150 GX-jeppi skráður á Byggðastofnun. Hann er 2016 árgerð með öflugri 178 hestafla dísilvél, sjálfskiptur og glæsilegur eins og Land Cruiser-jeppar eru að jafnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Toyota-umboðinu kostar svona jeppi 10,3 milljónir.

Var keyptur nýr í febrúar 2012. Er ekinn rúma 136 þúsund kílómetra. Reynt er að selja hann á uppboði, upp í kaupverðið á nýja Land Cruiser-jeppanum.
Sá gamli Var keyptur nýr í febrúar 2012. Er ekinn rúma 136 þúsund kílómetra. Reynt er að selja hann á uppboði, upp í kaupverðið á nýja Land Cruiser-jeppanum.

Mynd: Bilauppbod.is

Óska eftir nýjum bílum

Til að kaupa nýja bifreið fyrir hönd stofnana eða ríkisfyrirtækja fylla viðkomandi stofnanir eða fyrirtæki út umsókn til Bílanefndar ríkisins þar sem koma þarf fram lýsing á hlutverki, þörfum, áætlaður akstur á ári og óskir um sérbúnað og aukabúnað. Þegar væntanlegir kaupendur hafa fengið heimild hjá Bílanefnd ríkisins til bílakaupa efna kaupendur til örútboðs um þær bifreiðar sem kaupa skal. Í kjölfar örútboðs, þar sem leitað er skriflegra tilboða meðal samningshafa þar sem besta tilboðið, á grundvelli þeirra krafna og óska sem gerðar voru, sendir kaupandi inn pöntunarbeiðni til Ríkiskaupa. Ríkiskaup panta síðan bifreiðina fyrir viðkomandi stofnun eða ríkisfyrirtæki sem skráð verður fyrir bifreiðinni.

Mikið keyrðir bílar

Herdís Á. Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar, segir að lögð sé áhersla á að endurnýja bíla stofnunarinnar, en auk gamla og nýja forstjórajeppans, á stofnunin einnig tvo Volkswagen Tiguan-bifreiðar, árgerð 2014 og 2015.

„Við erum bara að endurnýja þennan bíl eins og við gerum með bílana okkar. Eðli málsins samkvæmt þá þarf þetta fólk, bæði forstjóri og starfsmenn, að vera mikið á ferðinni allan ársins hring, um allt land. Við höfum því lagt áherslu á að endurnýja þessa bíla með eðlilegum hætti. Þeir eru mikið keyrðir, bílarnir, og þetta er þessi eðlilega endurnýjun.“
Herdís hafði ekki upplýsingar á reiðum höndum um kaupverð nýja forstjórajeppans þegar blaðamaður náði tali af henni. Ekki lá því fyrir, þegar DV fór í prentun, hversu mikið nýi jeppinn kostaði ríkið, að undangengnu örútboði og afslætti sem Ríkiskaup njóta. Ekki náðist í Aðalstein Þorsteinsson við vinnslu fréttarinnar.

Ríkistoppar fá nýja bíla

DV greindi nýlega frá því að framkvæmdastjóri ríkisstofnunarinnar Viðlagatrygging Íslands (VTÍ) hefði fengið nýjan Mercedes-Benz GLC-jeppling til afnota, sem hluta af starfskjörum hans. Sá jepplingur kostaði tæpar 7 milljónir króna en um var að ræða ríflega 9 milljóna króna bíl. Í tilfelli VTÍ var verið að endurnýja tæplega fjögurra ára Volkswagen Tiguan R Line-jeppling sem ekinn er 85 þúsund kílómetra. Hann hefur, eftir því sem DV kemst næst, ekki enn selst þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til uppboðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“