fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Sport

United staðfestir komu Mourinho: „Jose er einfaldlega besti stjórinn í boltanum í dag“

Skrifar undir þriggja ára samning við félagið

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 27. maí 2016 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

United staðfestir komu Mourinho: „Jose er einfaldlega besti stjórinn í boltanum í dag“

Manchester United hefur staðfest að Jose Mourinho hafi verið ráðinn sem knattspyrnustjóri félagsins. Þetta hefur lengi legið fyrir en opinber staðfesting kom ekki fyrr en í morgun.

Mourinho, sem er 53 ára, skrifaði undir þriggja ára samning við félagið en hann var rekinn frá Chelsea í desember í fyrra eftir dapurt gengi. Hann hefur unnið fjóra deildarmeistaratitla á ferli sínum; með Porto í Portúgal, Chelsea á Englandi, Inter á Ítalíu og Real Madrid á Spáni. Þá hefur hann unnið Meistaradeildina tvisvar, fyrst með Porto og svo með Inter.

„Jose er einfaldlega besti stjórinn í boltanum í dag. Hann hefur unnið titla og verið öðrum hvatning,“ sagði Ed Woodward, stjórnarformaður United, í yfirlýsingu á vef félagsins.

Jose Mourinho segir það mikinn heiður að vera kominn til United. „Að verða þjálfari Manchester United er mikill heiður. Þetta er félag sem er þekkt og dáð um allan heim. Félagið er sveipað rómantík sem ekkert annað félag getur státar af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Í gær

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum
433Sport
Í gær

Salah um rifrildið: ,,Ef ég tjái mig verður allt brjálað“

Salah um rifrildið: ,,Ef ég tjái mig verður allt brjálað“