fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
433

Bónus hjá landsliðsstelpum hækkað úr 0 krónum í 300 þúsund á 12 árum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ hefur endurskoðað fyrirkomulag á árangurstengdum greiðslum (stigabónus) til leikmanna A landsliðanna vegna leikja í undankeppnum stórmóta. Upphæðir sem greiddar eru til leikmanna fyrir áunnin stig í undankeppnum stórmóta verða þær sömu óháð því hvort lið sé um að ræða.

Hingað til hefur fyrirkomulagið milli A landsliða karla og kvenna verið gerólíkt en eftir breytinguna er fyrirkomulagið orðið eins hjá báðum A landsliðum. Um er að ræða umtalsverða hækkun á stigabónus til leikmanna A landsliðs kvenna. Því má svo bæta við að dagpeningagreiðslur KSÍ til leikmanna vegna þátttöku í verkefnum A landsliða karla og kvenna hafa verið jafn háar í báðum liðum um árabil.

Í grein í Fréttablaðinu árið 2006 kemur fram að stelpurnar í kvennalandsliðinu hafi þá fengið 0 krónur fyrir jafntefli eða sigra í undankeppnum. Á sama tíma fengu strákarnir 40-50 þúsund krónur á stigið.

Í dag eru breyttir tímar, stelpurnar hafa farið úr því að fá 0 krónur í að fá 300 þúsund krónur á hvern leikmann fyrir sigurinn.

100 þúsund krónur er greitt á stigið en þetta kom fram í frétt á Vísir.is í gær.

Breytingin hefur því verið mikil á 12 árum. Hefði þessi regla verið í gildi fyrir síðustu undankeppni hefði leikmaður getað fengið 2.100.000 milljón króna fyrir stigin í undankeppni EM þar sem liðið hefði náð sér í 21 stig. Kostnaðurinn hefði því verið 42 milljónir fyrir KSÍ en iðulega eru 20 leikmenn í hóp hjá A-landsliði kvenna.

Greinin úr Fréttablaðinu frá 2006 er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óánægður með stórstjörnuna: Mikil vandamál utan vallar – ,,Hefði átt að vinna Ballon d’Or“

Óánægður með stórstjörnuna: Mikil vandamál utan vallar – ,,Hefði átt að vinna Ballon d’Or“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lenti í „martröð“ stuttu fyrir beina útsendingu: Birti mynd af sér rennandi blautri – Sjáðu hvað gerðist

Lenti í „martröð“ stuttu fyrir beina útsendingu: Birti mynd af sér rennandi blautri – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nefna ótrúlega upphæð sem félagið gæti borgað í sumar – Fjórfalt meira en dýrasti leikmaður sögunnar

Nefna ótrúlega upphæð sem félagið gæti borgað í sumar – Fjórfalt meira en dýrasti leikmaður sögunnar
433Sport
Í gær

Lengjudeildin rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin

Lengjudeildin rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin
433Sport
Í gær

City að krækja í ungstirni PSG

City að krækja í ungstirni PSG