

23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk í kvöld með einum leik þar sem nýliðar Leeds heimsóttu Everton.
Leikurinn var jafn og spennandi en það voru gestirnir frá Leeds sem tóku forystuna eftir tæplega hálftíma leik þegar James Justin skoraði.
Everton sótti hart að því að jafna leikinn og það bar árangur á 76. mínútu þegar Thierno Barry setti boltann í netið.
Bæði lið reyndu að sækja sigurinn en jafntefli var niðurstaðan.
Everton situr í tíunda sæti deildarinnar með 33 stig en Leeds með 26 stig í 16 sæti.