fbpx
Sunnudagur 25.janúar 2026
433Sport

„Félagslega séð í raun eina eftirsjá mín á ferlinum“

433
Sunnudaginn 25. janúar 2026 12:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Þórarinsson, atvinnu- og landsliðsmaður til margra ára og nýjasti leikmaður ÍA, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni.

Guðmundur lék með Norrköping frá 2017 til 2019 og átti góðu gengi að fagna í Svíþjóð, varð liðið næstum meistari á öðru ári hans.

„Við vorum á tímapunkti með besta liðið í Svíþjóð en náðum ekki að taka síðasta skrefið og vinna deildina sem félagslega séð er í raun eina eftirsjá mín á ferlinum, að hafa ekki landað titlinum í Svíþjóð, það væri gaman að eiga það líka,“ sagði Guðmundur, sem hefur lyft titlum í Armeníu, Bandaríkjunum og Noregi.

video
play-sharp-fill

„Það kom augnablik þar sem var ekki hægt að spila við okkur, völtuðum bara yfir anstæðinga okkar með boltann,“ sagði hann um lið Norrköping á þessum tíma.

„Mér fannst líka vanta smá í hugarfarið innan klúbbsins að taka þetta síðasta skref, þetta var mjög rekið allt og þeir voru skynsamir, hugsuðu til langs tíma. En ef þú ert með svona gott lið og svona nálægt því þarftu stundum að taka ákvarðanir til styttri tíma og lyfta titlinum. Það gekk ekki eftir en þetta var frábær tími og þarna voru frábærir strákar sem ég tala enn við í dag.“

Þátturinn er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðmundur fór á framandi slóðir sem komu á óvart – „Einhver besti maður sem ég hef kynnst“

Guðmundur fór á framandi slóðir sem komu á óvart – „Einhver besti maður sem ég hef kynnst“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal virkjar samtalið – Starfsmaður félagsins hefur áður fengið hann

Arsenal virkjar samtalið – Starfsmaður félagsins hefur áður fengið hann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tvö stór nöfn efst á blaði í Sádí Arabíu fyrir sumarið

Tvö stór nöfn efst á blaði í Sádí Arabíu fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enn kjaftað um framtíð Zirkzee hjá United

Enn kjaftað um framtíð Zirkzee hjá United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Van Dijk baunar yfir blaðamann – Taldi hann ekki bera virðingu fyrir Arne Slot

Van Dijk baunar yfir blaðamann – Taldi hann ekki bera virðingu fyrir Arne Slot
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessir fjórir miðjumenn á lista United til að fylla skarð Casemiro

Þessir fjórir miðjumenn á lista United til að fylla skarð Casemiro
Hide picture