fbpx
Miðvikudagur 21.janúar 2026
433Sport

Þungt högg fyrir Grealish

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. janúar 2026 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish gæti misst af restinni af tímabilinu eftir að hafa meiðst á fæti. Talið er að hann sé fótbrotinn og um álagsmeiðsli séu að ræða. Grealish mun hitta sérfræðing á næstu dögum til að fá nánari greiningu.

Meiðslin eru mikið áfall fyrir þennan þrítuga Englending, sem hafði verið í góðum gír hjá Everton eftir að hafa verið lánaður frá Manchester City síðasta sumar.

Grealish hefur tekist að koma ferli sínum aftur af stað undir stjórn David Moyes. Hann hefur leikið 20 deildarleiki á tímabilinu, skorað tvö mörk og lagt upp sex, sem jafnar árangur hans hjá City á öllu síðasta tímabili.

Everton hefur kauprétt á Grealish fyrir 50 milljónir punda og greiðir stóran hluta launa hans. Þrátt fyrir meiðslin er ekki útilokað að félagið nýti þann möguleika.

Meiðslin gætu jafnframt gert út um draum Grealish um sæti í enska landsliðinu á HM, en síðasti landsleikur hans var í október 2024 gegn Finnlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Til í að gera allt til að komast frá Liverpool

Til í að gera allt til að komast frá Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal vonast til að geta stolið vonarstjörnu af Real Madrid

Arsenal vonast til að geta stolið vonarstjörnu af Real Madrid
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot furðu lostinn – „Ein skrýtnasta spurning sem ég hef fengið“

Slot furðu lostinn – „Ein skrýtnasta spurning sem ég hef fengið“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liðsfélagi Alberts að taka nokkuð óvænt skref

Liðsfélagi Alberts að taka nokkuð óvænt skref
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Misboðið yfir aðförinni að séra Friðriki og stofna samtök – „Með ólíkindum hve lítið þarf til að fella löngu liðna menn án dóms og laga“

Misboðið yfir aðförinni að séra Friðriki og stofna samtök – „Með ólíkindum hve lítið þarf til að fella löngu liðna menn án dóms og laga“
433Sport
Í gær

Meint hjákona David Beckham varpar sprengju í kjölfar þess að sonur hans tók foreldrana af lífi í yfirlýsingu

Meint hjákona David Beckham varpar sprengju í kjölfar þess að sonur hans tók foreldrana af lífi í yfirlýsingu