
Federico Chiesa er til í að gera allt til að komast frá Liverpool í janúar eftir að hafa mest megnið setið á varamannabekknum undir stjórn Arne Slot.
Ítalinn gekk til liðs við Liverpool sumarið 2024 frá Juventus, en hefur ekki náð að festa sig í byrjunarliðinu. Hann hefur komið við sögu í 16 af 22 deildarleikjum á tímabilinu, en aðeins byrjað einn þeirra.
Samkvæmt Calciomercato er Juventus áhugasamt um að fá Chiesa aftur til Tórínó, en á erfitt með að ganga að kröfum Liverpool. Enska félagið vill selja leikmanninn núna og metur hann á 13–17 milljónir punda, en Juventus vill fyrst fá hann á láni með kauprétti.
Til að hjálpa skiptunum í gegn er Chiesa sagður tilbúinn að lækka laun sín, sem nema um 6,5 milljónum punda á ári. Hann telur sig þurfa reglulegan spilatíma til að eiga möguleika á að vera valinn í HM-hóp Ítalíu í sumar.
Chiesa er samningsbundinn Liverpool til ársins 2028.