fbpx
Miðvikudagur 21.janúar 2026
433Sport

Telja sögulegt sumar í vændum í málefnum knattspyrnustjóra

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. janúar 2026 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt stefnir í viðburðaríkt sumar á knattspyrnustjóramarkaðnum þar sem HM, samningslok og óvissa hjá stórum félögum gætu leitt til mikilla breytinga. BBC fjallar um málið og tekur nokkur nöfn fyrir.

Crystal Palace þarf að finna nýjan stjóra eftir að Oliver Glasner staðfesti að hann yfirgefi félagið í lok tímabils. Þá er Michael Carrick aðeins tímabundinn knattspyrnustjóri hjá Manchester United til loka tímabils.

BBC segir enduruppbyggingu framundan víða. Meðal þeirra sem gætu hreyft sig eru Marco Silva hjá Fulham og Andoni Iraola hjá Bournemouth, auk þess sem Thomas Tuchel gæti hætt með England eftir HM.

Mauricio Pochettino er aðeins samningsbundinn bandaríska landsliðinu út mótið og það sama má segja um goðsögnina Didier Deschamps hjá franska landsliðinu.

Stór nöfn eru nú þegar án starfs, menn eins og Gareth Southgate, Xabi Alonso, Zinedine Zidane, Enzo Maresca, Ange Postecoglou og Joachim Löw.

BBC segir allt benda til þess að sumarið verði eitt það áhugaverðasta í stjóramálum um árabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þungt högg fyrir Grealish

Þungt högg fyrir Grealish
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nýtt nafn á blaði Manchester United

Nýtt nafn á blaði Manchester United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liðsfélagi Alberts að taka nokkuð óvænt skref

Liðsfélagi Alberts að taka nokkuð óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal fór langt með að tryggja efsta sætið – Tap hjá Evrópumeisturunum

Arsenal fór langt með að tryggja efsta sætið – Tap hjá Evrópumeisturunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Meint hjákona David Beckham varpar sprengju í kjölfar þess að sonur hans tók foreldrana af lífi í yfirlýsingu

Meint hjákona David Beckham varpar sprengju í kjölfar þess að sonur hans tók foreldrana af lífi í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Opnar sig um innihald samtala sinna við fólk sem stendur Guardiola nærri – Frétta að vænta á næstu dögum?

Opnar sig um innihald samtala sinna við fólk sem stendur Guardiola nærri – Frétta að vænta á næstu dögum?