fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
433Sport

Biðst afsökunar á því að hafa verið skítseiði í gærkvöldi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. janúar 2026 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabriel Martinelli sóknarmaður Arsenal hefur beðist afsökunar á framkomu sinni gagnvart varnarmanni Liverpool, Conor Bradley, eftir atvik í leik liðanna.

Atvikið átti sér stað í uppbótartíma 0-0 jafnteflis Arsenal og Liverpool á Emirates-vellinum á fimmtudagskvöld. Bradley lá þá meiddur á vellinum, en Martinelli reyndi að ýta honum út fyrir hliðarlínuna til að flýta fyrir leiknum.

Framkoman vakti mikla reiði, ekki síst hjá fyrrverandi fyrirliða Manchester United, Gary Neville, sem kallaði hegðun Martinelli „svívirðilega“ í útsendingu Sky Sports.

Bradley þurfti að vera borinn af velli á börum og sást síðar yfirgefa Emirates á hækjum. Í kjölfarið birti Martinelli afsökunarbeiðni á Instagram þar sem hann sagði sig og Bradley hafa verið í samskiptum. Hann sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir alvarleika meiðslanna í hita leiksins og baðst einlæglega afsökunar.

Neville hafði áður hvatt Martinelli til að biðjast afsökunar og sagði að slíkt atferli væri algjörlega óásættanlegt, sérstaklega þegar leikmaður væri augljóslega alvarlega meiddur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo
433Sport
Í gær

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp
433Sport
Í gær

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla
433Sport
Í gær

Jeppe til liðs við KA

Jeppe til liðs við KA
433Sport
Í gær

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann
433Sport
Í gær

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið