fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela

Pressan
Mánudaginn 5. janúar 2026 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Venesúela, Nicolás Maduro, er í haldi Bandaríkjamanna og mun svara til saka fyrir meint hryðjuverk sín gegn bandarísku þjóðinni eftir að honum og eiginkonu hans var rænt af Bandaríkjaher um helgina í þaulskipulögðum hernaðaraðgerðum. Þessi atburðarás hefur vakið gífurlega athygli enda gerist það ekki á hverjum degi að þjóðarleiðtogum sé rænt af heimilum sínum með hervaldi.

Maduro var mikill harðstjóri og fyrirlitinn af mörgum þegnum sínum sem hafa nú fagnað ákaft undanfarna daga. Þó nokkrir spáðu því að í framhaldinu færu fram fullkomin valdaskipti í Venesúela og að þá lægi beinast við að leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Maria Corina Machado, tæki við sem forseti með stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Machado hlaut friðarverðlaun Nóbels á þessu ári fyrir hugrekki sitt í stjórnarandstöðu gegn Maduro. Trump hafði sjálfur vonast eftir friðarverðlaununum en tók að einhverju leyti gleði sína á ný eftir að Machado tileinkaði honum verðlaun sín. Hún fagnaði svo ákaft aðgerðum Bandaríkjahers um helgina og lýsti því yfir að nú væri tími frelsisins runninn upp. Sjálf vill hún sjá Emdundo Gonzáles Urrutia sem forseta og telur að hann hafi verið rétt kjörinn í forsetakosningunum í sumar. Marudo hafi hins vegar hagrætt niðurstöðu kosninganna og neitað að láta af völdum..

Donald Trump virðist þó ekki sjá fyrir sér að Machado taki við völdum í landinu. Hún njóti ekki nægrar virðingar meðal samlanda sinna.

„Ég held það yrði erfitt fyrir hana að vera leiðtogi. Hún hefur hvorki stuðning né virðingu hjá þjóð sinni. Hún er mjög fín kona en hún nýtur ekki virðingar,“ sagði Trump.

Varaforseti Venesúela, Delcy Rodríguez, tekur við forsetaembættinu í dag. Hún hefur rétt Bandaríkjunum fram sáttahönd og segist vonast til þess að þjóðirnar tvær geti átt í farsælu samstarfi innan ramma þjóðaréttar fremur en að eiga í átökum. Trump virðist ekki vera mótfallinn því að Rodríguez taki við þar til kosningar geta farið fram, en hefur þó bent á að hún gæti hlotið sömu örlög og Maduro ef hún kyssir ekki vöndinn, enda séu það Bandaríkjamenn sem fari nú með eiginleg völd í Venesúela. Trump hefur farið fram á skilyrðislaust aðgengi Bandaríkjanna að auðlindum Venesúela, þá einkum olíunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst