
Sergio Ramos, fyrrum fyrirliði Real Madrid og spænska landsliðsins, gæti verið að eignast hlut í félagi í heimalandinu ef marka má fréttir þaðan.
Ramos, sem er 39 ára og goðsögn í fótboltanum, lék 16 ár með Real Madrid og vann meðal annars fjóra Meistaradeildartitla og fimm spænska meistaratitla. Með spænska landsliðinu lék hann 180 landsleiki og varð Evrópumeistari 2008 og 2012, auk þess að vinna HM 2010.
Varnarmaðurinn yfirgaf mexíkóska liðið Monterrey í desember og er nú án félags. Hann hefur verið orðaður við ýmis evrópsk lið, en samkvæmt fréttum frá Spáni er hann jafnframt kominn í viðræður um að fjárfesta í Sevilla, uppeldisfélagi sínu. Myndi hann þar leiða hóp sem yrði minnuhlutaeigandi í félaginu, en hópurinn á besta boð sem stendur.
Sevilla hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár og slapp naumlega við fall síðasta vor. Liðið situr nú í 10. sæti La Liga, fimm stigum frá fallsæti.