fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. janúar 2026 12:30

Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilju Sigríði Jónsdóttur, lögfræðingi og verkefnastjóra ferðamála hjá Austurbrú, var tilkynnt er hún var í fæðingarorlofi að starfssamningur hennar hjá stofnuninni yrði ekki endurnýjaður. Hún hafði flust búferlum frá Noregi til Egilsstaða í trausti fyrirheita um að starfið sem hún var ráðin í væri framtíðarstarf.

Heimildin greinir frá þessu. Austurbrú er sjálfseignarstofnun með aðsetur á Egilsstöðum, sem ætlað er að vinna að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi og veita samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu. Sveitarstjórnarfulltrúar á Austurlandi eiga sæti í stjórn félagsins. Venja að ráða í störf hjá félaginu til eins árs í senn en Lilju var tjáð að það væri formsatriði og ráðning hennar væri hugsuð til frambúðar.

Annað hljóð kom í strokkinn er Lilja tilkynnti yfirmönnum sínum um að hún væri ófrísk og hyggðist taka eitt ár í fæðingarorlof. Ágreiningur kom upp milli hennar og yfirmanns hennar um lengd fæðingarorlofsins, en yfirmaðurinn taldi hana taka of langt fæðingarorlof. Lilja gekk á eftir yfirmanni sínum um að fá framlengdan samning fyrir sumarfrí og segir hún að það hafi verið hennar skilningur að málið væri í vinnslu. Það dróst hins vegar og þann 24. nóvember var henni, þvert ofan í fyrri loforð, tilkynnt um að starfssamningur hennar yrði ekki endurnýjaður.

Óheimilt er að segja konum upp í fæðingarorlofi en málið er á gráu svæði þar sem starfssamningur við Lilju var ekki endurnýjaður.

Sjá nánar hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útbreidd fjársvik í velferðarkerfinu skekja vígi afkomenda norrænna innflytjenda

Útbreidd fjársvik í velferðarkerfinu skekja vígi afkomenda norrænna innflytjenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innkalla rakettupaka

Innkalla rakettupaka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni