fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. janúar 2026 11:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, að Bandaríkjamenn séu í viðbragðsstöðu vegna fjöldamótmæla í Íran, tilbúnir að koma mótmælendum til bjargar.

Klerkastjórnin í Íran er alræmd fyrir mannréttindabrot og hefur meðal annars beitt baráttukonur gegn réttindum kvenna hörku í gegnum tíðina. Undanfarna daga hafa verið stigvaxandi mótmæli á götum úti í borgum Íran og hefur slegið í brýnu milli mótmælenda og lögreglu.

Helsta orsök ólgunnar núna virðist vera óánægja með hátt vöruverð í kjölfar hruns gjaldmiðilsins Rial. Mótmælendur hafa kallað eftir valdaskiptum í landinu. Samkvæmt frétt BBC hafa sex manns verið drepnir í mótmælunum.

„Ef Íran skýtur og drepur með ofbeldisfullum hætti friðsama mótmælendur, sem er þeirra vani, þá munu Bandaríkin koma þeim til bjargar. Við erum tilbúin í slaginn,“ segir Trump í færslu sinni. Skemmst er að minnast árásar Bandaríkjamanna og Ísraels á kjarnvorkuinnviði í landinu á síðasta ári vegna ásakana um að Íranir séu að þróa kjarnorkuvopn. Mikil spenna hefur verið um áraraðir milli Bandaríkjanna og Írans og hefur hún farið vaxandi í forsetatíð Trumps.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg
Fréttir
Í gær

Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“

Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“
Fréttir
Í gær

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla