fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. desember 2025 16:30

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotist var inn á heimili fjölskyldu við götuna Hofgarða á Seltjarnarnesi um kl. 2 á aðfaranótt mánudags. Gluggi á húsinu var brotinn upp, innbrotsþjófarnir fóru inn og höfðu með sér töluverð verðmæti.

Lögregla koma á vettvang í gærmorgun og er málið í rannsókn en á þessari stundu er ekki vitað hverjir voru að verki.

„Okkur þykir sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi. Við viljum fyrst og fremst fá dótið okkar til baka og munum ekki leggja fram kæru ef ölu er skilað heilu,“ segir húsmóðirin á heimilinu í færslu um málið í Facebook-hópi.

Hún segir í samtali við DV að fjölskyldan hafi verið erlendis þegar innbrotið átti sér stað og allt bendi til þess að innbrotsþjófarnir hafi vitað af því. Hún segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafi ekki verið fleiri innbrot í næsta nágrenni að undanförnu en hins vegar var innbrot í íbúð í Vesturbænum á þriðjudagsnótt.

Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eða búa jafnvel yfir myndefni af atvikinu á öryggismyndavélum eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í gegnum netfangið 244@lrh.is.

DV var síðast í sambandi við húsráðanda á fjórða tímanum í dag og var þá enn ekkert nýtt að frétta af rannsókn lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla
Fréttir
Í gær

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Í gær

Leigði ferðamanni tjónaðan bíl og lét hann borga viðgerð

Leigði ferðamanni tjónaðan bíl og lét hann borga viðgerð
Fréttir
Í gær

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakamál ársins III: Mannslát á Kársnesi, lögmaður í einangrun, kynferðisbrot gegn börnum, nauðgari handtekinn á Heimildinni

Sakamál ársins III: Mannslát á Kársnesi, lögmaður í einangrun, kynferðisbrot gegn börnum, nauðgari handtekinn á Heimildinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“