fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Gátu ekki lent í Keflavík og sneru við flugvélinni

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 30. desember 2025 12:30

EasyJet baðst afsökunar á ónæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vél EasyJet frá Manchester sem átti að lenda á Keflavíkurflugvelli á sunnudag var skyndilega snúið við rétt fyrir lendingu. Aðstæðurnar voru einfaldlega of slæmar og vélinni því snúið við til Bretlands á ný.

Vélin lagði af stað um fjögur leytið síðdegis á sunnudag frá Manchester flugvelli. Hún átti að lenda um hálf sjö en þegar til Íslands var komið voru aðstæður slæmar til lendingar. Það er vegna slæms skyggnis.

Að sögn flugfélagsins var ekki útlit fyrir að aðstæðurnar myndu breytast og var því loks ákveðið að snúa aftur til Bretlands. Lenti vélin á flugvellinum í Edinborg á sunnudagskvöld.

„Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að lágmarka áhrifin fyrir farþega okkar og útveguðum þeim hótelgistingu og máltíðir. Þó að aðstæðurnar væru utan okkar stjórnar biðjumst við afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið vegna veðursins,“ segir í tilkynningu EasyJet. Var nýtt flug skipulagt á mánudag, 29. desember.

Leið flugsins á Flight Radar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur