fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 29. desember 2025 13:30

Björn Snæbjörnsson, formaður LEB. Mynd/Auðunn Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Snæbjörnsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir ofbeldi oft dulið gagnvart eldri borgurum. Oft er þetta fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla sem á sér stað innan fjölskyldu og ekki er tilkynnt.

Þetta kemur fram í grein Björns á Vísi þar sem hann fer yfir stöðu eldri borgara í árslok 2025 og þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir. Meðal annars fátækt, ójafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, félagslega einangrun og aldursfordómar í samfélaginu.

Innan fjölskyldu

Þá nefnir hann einnig sérstaklega ofbeldi gagnvart eldri borgurum, sem er oft dulið og erfitt að takast á við.

„Ofbeldi gegn eldri borgurum er alvarlegt, dulið og því miður vanrækt samfélagsvandamál. Ofbeldi getur birst með ýmsum hætti, svo sem líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi, fjárhagslegri misnotkun eða vanrækslu,“ segir Björn í greininni. „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu eða í nánum tengslum, sem gerir það erfiðara fyrir þolendur að leita sér hjálpar.“

Skömm og traust

Hann segir að eldri borgarar séu oft í viðkvæmri stöðu vegna heilsuleysis, fjárhagslegs ósjálfstæðis eða félagslegrar einangrunar.

„Ótti við afleiðingar, skömm eða traust á gerandanum getur orðið til þess að ofbeldi er ekki tilkynnt. Því er talið að raunverulegt umfang vandans sé mun meira en opinberar tölur gefa til kynna,“ segir hann.

Vegna þessa telur Björn mikilvægt að efla fræðslu og vitundarvakningu um ofbeldi gagnvart eldra fólki, bæði á meðal fagfólks og almennings. Sem og að búa til skýrar verklagsreglur, aðgengileg úrræði og öflugt samstarf heilbrigðis-, félags- og réttarkerfis í þessari baráttu.

„Eldri borgarar þurfa að vita hvert þeir geta leitað og að þeim verði mætt af virðingu og trúnaði,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar

Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar
Fréttir
Fyrir 6 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 6 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 6 dögum
Maðurinn er fundinn