fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Þessi 19 ára norska stúlka er yngsti milljarðamæringur heims

Eignir Alexöndru Andresen metnar á 156 milljarða króna

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. mars 2016 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin norska Alexandra Andresen, 19 ára atvinnuknapi, er yngsti milljarðamæringur heims samkvæmt Forbes-tímaritinu. Auðæfi hennar eru metin á 1,2 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 156 milljarða íslenskra króna. Spurningin sem brennur á vörum flestra er hvernig í ósköpunum hún fór að því að eignast alla þessa peninga.

Svarið er í raun einfalt. Faðir Alexöndru, Johan F. Andresen, auðgaðist gríðarlega á fjárfestingarfélagi sínu, Ferd Holding. Árið 2007 flutti hann 80 prósent af hlutafé félagsins yfir á dætur sínar, þær Alexöndru og Katharinu sem er einu ári eldri. Einstaklingar sem ekki hafa náð átján ára aldri eru ekki gjaldgengir á lista Forbes, en í fyrra, þegar Alexandra varð 18 ára, komst hún á lista yfir ríkustu Norðmennina.

Ferd Holding átti meðal annars stærsta tóbaksfyrirtæki Noregs og hagnaðist það mikið á tóbaksiðnaðinum. Um var að ræða fjölskyldufyrirtæki sem á rætur sínar að rekja langt aftur. Fyrirtækið var selt árið 2005 fyrir 500 milljónir dala og notaði Johan peningana sem hann fékk til að fjárfesta í vogunarsjóðum og fasteignum svo dæmi séu tekin.

Alexandra er búsett á hestabúgarði í Þýskalandi þar sem hún er atvinnuknapi. Kærasti hennar er hinn 24 ára Joachim Tollefsen sem er atvinnumaður í blönduðum bardagalistum, MMA. Systir Alexöndru er einnig á lista Forbes en í þriðja sæti er annar Norðmaður, Gustav Magnar Witzoe.

Kerry Dolan, aðstoðarritstjóri Forbes, segir í samtali við breska blaðið Telegraph að vissulega hafi öll umrædd ungmenni erft auðæfi sín. En það veki vissulega athygli að þrjú efstu sætin skipi ungmenni frá Noregi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu
Fréttir
Í gær

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafn Bragason hæstaréttardómari er látinn

Hrafn Bragason hæstaréttardómari er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins