fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Bandaríkjamenn ráðast gegn ISIS-liðum – „Hryðjuverkaógeð“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. desember 2025 07:00

Er Trump að ýta Íslandi inn í ESB? Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski herinn gerði loftárásir á fjölmörg skotmörk meintra ISIS-liða í Nígeríu á jóladag. Þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social.

„Í nótt, samkvæmt skipun minni sem æðsti yfirmaður hersins, framkvæmdu Bandaríkin kraftmikla og banvæna árás gegn ISIS hryðjuverkaógeðum í norðvestur Nígeríu, sem hafa verið að gera árásir á og drepa saklausa kristna einstaklinga af meira krafti en við höfum séð í mörg ár, jafnvel aldir,“ sagði Trump með sínum hefðbunda stíl í áðurnefndri færslu.

Undanfari árásanna var fyrirskipun Trump í Nóvember síðastliðnum um að Bandaríkin myndu hefja undirbúning aðgerða í Nígeríu gegn ISIS-liðum. Voru árásirnar gerðar í samvinnu við yfirvöld í Nígeríu og þakkaði Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, þarlendum yfirvöldum sérstaklega fyrir samvinnuna í færslu á samfélagsmiðlinum X sem lauk með eftirfarandi kveðju:

„Gleðileg jól!“

Nígería skiptist í grófum dráttum jafnt milli kristinna og múslima en mannréttindasamtök hafa fullyrt að engar beinar sannanir séu fyrir hendi um að kristnir séu sérstaklega að falla í valinn frekar en múslimar þó sannarlega ríki óöld á ákveðnum svæðum í landinu.

Það hefur þó ekki stöðvað fullyrðingaflaum Trump um að þúsundir kristinna einstaklinga hafi verið drepnir með skipulögðum hætti í landinu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“