
Trekantur milli pars og fertugs karlmanns endaði með skotárás og dauða manns. Atvikið átti sér stað í borginni Savannah í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum þann 29. nóvember síðastliðinn.
Kærustupar heimsótti þá hinn fertuga Alfonso Warner og heimsóknin endaði með ósköpum. Konan hafði verið í sambandi við Warner í gegnum swing-stefnumótasíðu. Þau ákváðu að hún myndi heimsækja hann og spurði hún hvort hún mætti taka kærastann sinn með. Á það féllst Warner.
Leiktími þremenninganna gekk að sögn vel í fyrstu en síðan upplifði kærastinn vanvirðingu. Konan sagði þá að best væru að þau tvö segðu þetta gott og kæmu sér í burtu. Klæddu þau sig þá í fötin og bjuggu sig til brottferðar.
Á meðan því stóð gerðist það, samkvæmt konunni, að Warner kom með byssu inn í herbergið og skaut kærasta hennar í magann. Konan hefur ekki verið nafngreind en hinn látni kærasti hennar hér Arthur Gaynor og var 48 ára gamall. Konan ók honum á sjúkrahús, þar sem hann lést, og hringdi í lögregluna á leiðinni.
Warner var handtekinn vegna málsins þann 4. desember en þær upplýsingar um málið sem hér koma fram voru afhjúpaðar í vitnaleiðslum fyrir dómi þann 17. dessember.
Rannsókn málsins heldur áfram en lesa má um það hér og hér.