fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. desember 2025 12:00

Stefán Blackburn við upphaf aðalmeðferðar í héraðsdómi. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt frægasta sakamál ársins, Gufunesmálið, verður að líkindum tekið fyrir í Landsrétti í febrúar á næsta ári.

Þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson voru allir sakfelldir fyrir hlutdeild sína í andláti Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, 65 ára gamals manns frá Þorlákshöfn, sem lést þann 11. mars, eftir að hafa fundist þungt haldinn á víðavangi í Gufunesi í Reykjavík.

Hlutu þremenningarnir þunga dóma í málinu, Stefán og Lúkas fengu 17 ára fangelsi en Matthías var dæmdur í 14 ára fangelsi.

Fyrirhugað er að málflutningur fyrir Landsrétti verði dagana 10., 11. og 12. febrúar. Ef þær dagsetningur standast má búast við því að Landsréttur felli sinn dóm í byrjun mars.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt