
Bandaríska félagið Orlando City hefur áhuga á að fá Robert Lewandowski í sumar ef marka má miðla í heimalandi framherjans, Póllandi.
Lewandowski verður samningslaus hjá Barcelona í sumar og getur þá farið frítt, en hann er hvergi nærri hættur og leitar nú að nýju félagi.
Hefur hann til að mynda verið orðaður við ítalska stórliðið AC Milan en einnig annað félag vestan hafs, Chicago Fire.
Orlando hefur einnig áhuga, en MLS-deildin hefur stækkað ört undanfarin ár, sér í lagi eftir komu Lionel Messi til Inter Miami.