fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. desember 2025 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Einarsdóttir setti af stað söfnun í gær fyrir vinkonu sína Maríu Ericsdóttur. María missti 13 ára dóttur sína í alvarlegu bílslysi í Suður-Afríku á miðvikudag í síðustu viku. Föðuramma dótturinnar lést í slysinu og faðir stúlkunnar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi þar. Fjölskyldan var komin til landsins til að verja jólunum með syni Maríu sem er í meðferð á meðferðarheimilinu Healing Wings. Sonur Ingibjargar er einnig í meðferð á sama heimili auk þriðja íslenska drengsins.

Ingibjörg ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurð um hver kostnaðurinn er að koma hinum látnu heim segist Ingibjörg ekki vita hver hann er og ekki gefið að hið opinbera komi þar að málum.

„Vegalengdin er gríðarlega mikil. Ég ætla að halda í vonina að þau [stjórnvöld] komi til móts við þau og taki þátt í kostnaði við þennan harmleik. Ég er ekki með nákvæma tölu. Ég er búin að vera sjálf í hálfgerðu móki. Ég setti þetta af stað fyrir vinkonu mína af því við höfum verið saman í baráttunni og hún verið mér klettur í gegnum mitt.“

Slysið hefur snert samfélagið mikið. „Ástæðan af hverju börnin okkar eru þarna gerir þetta þungt.“

Ingibjörg segir kominn tíma til að stjórnvöld greiði meðferðina og kostnað við hana fyrir drengina. Hún talaði við son sinn og son Maríu síðast á föstudag.

„Ég veit það er haldið ofboðslega vel utan um son Maríu, og son minn líka. Auðvitað er þetta þungt fyrir þá en ég vona að þeir styðji hvorn annan. Þetta er drengurinn sem huggaði mig og knúsaði þegar ég kom með minn dreng þarna.. Ég vona innilega að minn drengur verði þarna fyrir hann þó hann sé ungur. Ég vona að þetta þjappi þeim saman enn þá meira.“

Hún segir Maríu hafa hringt í sig nýkomin með fréttirnar af slysinu. „Ég var með Maríu þar til hún fór út og er í stanslausum samskiptum við þau meðan þau eru úti. Ég reyni bara að vera til staðar eins og ég mögulega get.“

„Ég hef aldrei brotnað svona eins og ég hef gert. Búin að halda andliti í gegnum þessa baráttu okkar eins og hún hefur verið þung. Maður er búin að lenda þrisvar með barnið sitt milli heims og helju í gegnum þetta. Þetta er á einhverju öðru leveli, þvílíkur harmleikur.“

Sjá einnig: Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Sjá einnig: Söfnun fyrir Maríu og fjölskyldu hennar

Segist finna að þjóðin sé með þeim í liði og vilji breytingar

Hún segist finna að þjóðin sé með þeim í liði. „Ég hef tekið eftir að umræðan er mikið meiri og fólk er að tjá sig um málið og finnst óásættanlegt að drengirnir okkar fái ekki aðstoð. Mér finnst fólk vera að flykkja sér meira við bakið á okkur núna.“

„Við erum bara mömmur að reyna að bjarga ungunum okkar,“ segir Ingibjörg aðspurð um hvernig henni varð við þegar hún sá að þær mæðurnar eru tilnefndar sem maður ársins hjá Vísi. „Við vorum búnar að hvetja alla til að kjósa Gumma,“ segir Ingibjörg og á þar við lögreglumanninn Guðmund Fylkisson, sem í mörg ár hefur leitað að týndu börnunum.

„Ég veit að þjóðin er reið og fólk vill breytingar. Íslendingar vilja að börnin okkar fái hjálp, en það er eins og sé þvílík meinloka hjá stjórnvöldum. Það þarf að gera breytingar, það þarf að losa ákveðið fólk þarna út og það þarf nýtt fólk inn.  Ég held það breytist ekkert við opnum á einu húsi af því hugmyndafræðin er brotin og ónýt.“

Aðspurð um son sinn segir Ingibjörg honum ganga vel og hann sé allt annað barn. „Þetta er bara barnið mitt aftur og allt annað að tala við hann. Það er hlýja að tala við hann. Hann sagði við mig fyrir stuttu að hann væri líklega ekki á lífi ef ég hefði ekki farið með hann til Afríku. Hann sá það bara.“

Drengirnir verða á meðferðarheimilinu yfir jólin

Lítið hefur farið fyrir  jólaundirbúningi hjá Ingibjörgu sökum harmleiksins, hún segist þó hafa verið búin að kaupa jólagjafirnar. Synir hennar og Maríu ásamt þriðja drengnum verða á meðferðarheimilinu um jólin.

„Þetta verða ofboðslega skrýtin jól og tilhugsunin að barnið mitt sé ekki hérna finnst mér ofboðslega erfið. Og þessi harmur, heimilið mitt er ekki í jólastandi. Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7. María er bara manneskja sem er tilbúin til að hjálpa öllum. Hún er fyrst til að hjálpa öllum þrátt fyrir að hún hafi verið að ganga í gegnum sitt. Þegar Gummi er í fríi þá hefur hún verið manneskjan sem hefur farið með mér að leita að mínu barni. Og ég hef ekki þurft að biðja hana um það, hún er bara komin. Þannig er María bara og þess vegna vil ég gera allt til að hjálpa henni og biðja þjóðina um að hjálpa henni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fær að bera barnsmóður sína út eftir allt saman

Fær að bera barnsmóður sína út eftir allt saman
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“
Fréttir
Í gær

Gerði afdrifarík mistök áður en hann fór um borð í Norrænu

Gerði afdrifarík mistök áður en hann fór um borð í Norrænu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Obama hjónin áttu að hitta Reiner hjónin hið örlagaríka kvöld

Obama hjónin áttu að hitta Reiner hjónin hið örlagaríka kvöld