fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. desember 2025 07:27

Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gular veðurviðvaranir taka gildi á stórum hluta landsins í dag og á morgun, aðfangadag, taka appelsínugular viðvaranir við á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og miðhálendinu.

„Nú í morgunsárið er tiltölulega rólegur vindur á landinu og lítil úrkoma heilt yfir. Það á síðan að breytast, því síðdegis á að ganga í mikið og langvinnt sunnan hvassviðri, sem á að standa áfram á aðfangadag og enn nokkuð hvasst á jóladag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Þar segir að hvassasti kaflinn í þessu veðri verði væntanlega fyrri partinn á aðfangadag á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, en búast má við stormi eða roki á þessum slóðum og geta hviðurnar farið yfir 40 metra á sekúndu.

Svona verður staðan klukkan 10 að morgni aðfangadags. Mynd/Veðurstofa Íslands

Smelltu hér til að sjá þær veðurviðvaranir sem eru í gildi.

„Því hefur þessi kafli á þessum svæðum verið rammaður inn með appelsínugulri viðvörun. Þegar vindstyrkur er orðinn þetta mikill eru ekki bara lausir munir sem geta fokið, heldur geta byggingar á stöku stað skemmst, t.d. losnað þakplötur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Gul viðvörun varir aðeins í skamma stund á höfuðborgarsvæðinu, eða frá klukkan 7 að morgni aðfangadags til klukkan 11.

Þá segir að þessu sunnanveðri fylgi talsverð eða mikil rigning á sunnan- og vestanverðu landinu frá því síðdegis í dag og allan aðfangadag. Af þeim sökum hafa gular viðvaranir vegna rigningar verið gefnar út. Útlit er fyrir minni úrkomu á jóladag, en einhver væta verður þó að sögn veðurfræðings.

„Sunnanáttin færir einnig mjög hlýjan (og rakan) loftmassa yfir landið, ættaðan langt sunnan úr höfum. Hiti getur náð sér vel á strik við þessar aðstæður í hnjúkaþey á Norður- og Austurlandi. Það kæmi ekki á óvart að sjá 17-18 stig á einhverri mælistöð í þessum landshlutum áður en veðrinu lýkur, t.d. á aðfangadagskvöld eða að morgni jóladags. Þess má geta að hæsti hiti sem mælst hefur í desembermánuði á Íslandi eru 19.7 stig á Kvískerjum 2. desember 2019. Þá var sunnanátt á landinu, ekki ósvipuð þeirri sem nú er í kortunum. Því er ekki hægt að útiloka þann möguleika að desemberhitametið fallin nú um jólin, því hnjúkaþeyrinn getur verið brellinn og brögðóttur.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag (aðfangadagur jóla):
Sunnan 20-28 m/s, hvassast í vindstrengjum á norðanverðu landinu, en 13-20 sunnanlands. Dregur heldur úr vindi seinnipartinn. Talsverð rigning um landið sunnan- og vestanvert, en þurrt norðaustantil. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast í hnjúkaþey á Norður- og Austurlandi.

Á fimmtudag (jóladagur):
Minnkandi sunnanátt, 13-20 síðdegis. Súld eða rigning með köflum, en yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Áfram hlýtt í veðri. Hægari vestast á landinu um kvöldið og bætir í úrkomu.

Á föstudag (annar í jólum):
Suðvestan 8-13, en 13-18 á norðanverðu landinu fram á kvöld. Dálítil él eða slydduél, en styttir upp á austanverðu landinu. Hiti 0 til 5 stig.

Á laugardag:
Sunnanátt og dálítil væta sunnan- og vestanlands, annars þurrt. Hiti um eða undir frostmarki, en allt að 6 stigum á vestanverðu landinu.

Á sunnudag:
Fremur hæg suðvestlæg átt með stöku skúrum á Suður- og Vesturlandi, en bjart fyrir norðan og austan. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt. Dálitlar skúrir og hiti 0 til 5 stig vestanlands en bjart og kalt fyrir austan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah hetja Egyptalands
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“
Fréttir
Í gær

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eyjólfur Ármannsson í feðraorlof – Inga leysir af

Eyjólfur Ármannsson í feðraorlof – Inga leysir af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Keyptu splunkunýtt parhús sem reyndist svo verulega gallað – Leki og mygla komu upp fljótlega eftir afhendingu

Keyptu splunkunýtt parhús sem reyndist svo verulega gallað – Leki og mygla komu upp fljótlega eftir afhendingu