fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

433
Þriðjudaginn 23. desember 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil sorg ríkir í rúmenskum fótbolta eftir að knattspyrnuáhrifavaldurinn og ljósmyndarinn Malina Maria Guler lést aðeins 27 ára að aldri á laugardagsmorgun.

Malina var þekkt andlit í kringum FC Bihor Oradea, þar sem hún starfaði sem ljósmyndari og fréttaritari samhliða því að vera vinsæl á samfélagsmiðlum með yfir 40 þúsund fylgjendur.

Hún fylgdi liðinu grannt í gegnum hæðir og lægðir, meðal annars þegar félagið tryggði sér sæti í B-deildinni árið 2024. Auk fótboltans fjallaði hún einnig um menningarviðburði í heimaborg sinni Oradea.

Samkvæmt erlendum miðlum lést Malina eftir fall úr íbúð sinni þar í borg. Lögregla rannsakar nú málið og hefur ekki útilokað að persónuleg vandamál og veikindi hafi haft áhrif. Aðstandendur hafa greint frá því að faðir hennar hafi verið alvarlega veikur og að Malina sjálf hafi glímt við krabbamein.

FC Bihor Oradea sendi frá sér yfirlýsingu þar sem Malina var minnst fyrir fagmennsku og elju. Stuðningsmenn og samstarfsfólk hafa minnst hennar með hlýjum kveðjum á netinu. Rannsókn á andláti hennar stendur enn yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Frá Norwich til Barcelona

Frá Norwich til Barcelona
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal vill manninn sem barðist við Rúnar á síðustu leiktíð

Arsenal vill manninn sem barðist við Rúnar á síðustu leiktíð
433Sport
Í gær

Rooney segir leikmann Arsenal eiga að verða næsta fyrirliða enska landsliðsins

Rooney segir leikmann Arsenal eiga að verða næsta fyrirliða enska landsliðsins
433Sport
Í gær

Viðræður ganga vel en United gæti sagt nei vegna þessa

Viðræður ganga vel en United gæti sagt nei vegna þessa
433Sport
Í gær

Opinbera greiðslurnar sem rata til Íslands – Flestar milljónirnar í Kópavoginn

Opinbera greiðslurnar sem rata til Íslands – Flestar milljónirnar í Kópavoginn
433Sport
Í gær

Hugsanlega mikið áfall fyrir Liverpool

Hugsanlega mikið áfall fyrir Liverpool