

Mohamed Salah reyndist hetja Egyptalands í gær sem spilaði við Simbabve í Afríkukeppninni.
Þetta var fyrsti leikur Egyptalands í keppninni en liðið lenti óvænt undir eftir 20 mínútur.
Omar Marmoush jafnaði metin fyrir Egyptaland á 64. mínútu en hann er leikmaður Manchester City.
Það var svo Salah sem tryggði sigurinn á 91. mínútu og má vel segja að það hafi verið sanngjarnt.
Næsti leikur Egyptalands er gegn Suður Afríku þann 26. desember.