fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. desember 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Gíslason lögmaður hefur sent Línu Ágústsdóttir, saksóknara hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, kröfubréf, þar sem hann sakar hana um ærumeiðandi aðdróttun, krefst afsökunarbeiðni og miskabóta, og hótar henni málshöfðun.

Gunnar hefur verið í fréttum eftir að hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald og sætti einangrun í Fangelsinu Hólmsheiði vegna rannsóknar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á stórri fíknefnaræktun á Raufarhöfn. Hann var síðan látinn laus og hefur verið opinskár um málið í fjölmiðlum. Segir hann ásakanir lögreglu gegn sér vera fjarstæðukenndar. Tekið skal fram að þetta mál er því máli að öllu leyti óskylt.

Krafan á hendur Línu varðar ummæli sem hún viðhafði í máli sem Gunnar rak fyrir hönd grísks skjólstæðings síns þar sem hann krafðist afléttingar á tilkynningaskyldu. Hafði manninum verði gert að tilkynna sig á lögreglustöð daglega í fjórar vikur og vildi hann ekki una því. Lína Ágústsdóttir gætti hagsmuna varnaraðila í málinu, Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Um var að ræða svokallað rannsóknarmál og var þinghald lokað.

Gunnar heldur því fram að Lína hafi dróttað að því að hann hefði falsað umboð skjólstæðings síns til að reka málið. Gunnar segir í kröfubréfinu að þetta sé aðdróttun um refsivert athæfi og sé ærumeiðandi: „Ummælin fela í sér ásökun um refsiverða háttsemi og eru til þess fallin að meiða æru og persónu undrirritaðs. Skiptir engu máli að ummælin hafi verið viðhöfð í lokuðu þinghaldi, en talsverðu máli skiptir að þau voru höfð uppi gegn starfandi lögmanni í tengslum við störf hans og brjóta í bága við siðareglur ákærenda, sem gerir ummælin alvarlegri en ella.“

Vill skriflega afsökunarbeiðni og 600 þúsund krónur

Gunnar krefst þess að fá formlega og skriflega afsökunarbeiðni frá Línu. Einnig krefst hann þess að hún dragi ummælin til baka og greiði honum 600 þúsund krónur í miskabætur. Veitir hann frest til 2. janúar til að verða við kröfunum. Ella verði höfðað dómsmál.

Í lok kröfubréfsins skrifar Gunnar: „Vakin er athygli á því að ofangreind háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH, auk þess sem hún verður formlega kærð til Ríkissaksóknara von bráðar.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah hetja Egyptalands
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“
Fréttir
Í gær

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eyjólfur Ármannsson í feðraorlof – Inga leysir af

Eyjólfur Ármannsson í feðraorlof – Inga leysir af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Keyptu splunkunýtt parhús sem reyndist svo verulega gallað – Leki og mygla komu upp fljótlega eftir afhendingu

Keyptu splunkunýtt parhús sem reyndist svo verulega gallað – Leki og mygla komu upp fljótlega eftir afhendingu