

Málið gegn manni, sem grunaður er um að hafa framið húsbrot í Hafnarfirði að næturlagi í september og brotið kynferðislega gegn tíu ára dreng, er talið líklegt til sakfellis. Frá þessu greinir RÚV sem hefur heimildir fyrir því að lífsýni mannsins hafi fundist á fatnaði drengsins.
Rannsókn málsins lauk fyrir skemmstu en lengst af var niðurstaða úr DNA-prófi það eina sem út af stóð. Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni, segir í samtali við RÚV að málið sé líklegt til sakfellingar.
Maðurinn var úrskurðaður í þriggja daga gæsluvarðhald eftir meint brot en sleppt að því loknu. DV hefur áður greint frá því að maðurinn er á fimmtugaldri, giftur og fjögurra barna faðir. Móðir drengsins er fyrrverandi vinnufélagi hans.
Foreldar drengsins stigu fram í skjóli nafnleyndar hjá Heimildinni og lýstu því hvernig martröðin sem þau upplifðu þessa nótt í september hefur markað líf fjölskyldunnar síðan.
Sjá einnig:
Hinn grunaði í Hafnarfjarðarmálinu var nýfallinn
Hafnarfjarðarmálið: Hinn grunaði hafði lítil sem engin tengsl við drenginn