fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. desember 2025 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málið gegn manni, sem grunaður er um að hafa framið húsbrot í Hafnarfirði að næturlagi í september og brotið kynferðislega gegn tíu ára dreng, er talið líklegt til sakfellis. Frá þessu greinir RÚV sem hefur heimildir fyrir því að lífsýni mannsins hafi fundist á fatnaði drengsins.

Rannsókn málsins lauk fyrir skemmstu en lengst af var niðurstaða úr DNA-prófi það eina sem út af stóð. Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni, segir í samtali við RÚV að málið sé líklegt til sakfellingar.

Maðurinn var úrskurðaður í þriggja daga gæsluvarðhald eftir meint brot en sleppt að því loknu. DV hefur áður greint frá því að maðurinn er á fimmtugaldri, giftur og fjögurra barna faðir. Móðir drengsins er fyrrverandi vinnufélagi hans.

Foreldar drengsins stigu fram í skjóli nafnleyndar hjá Heimildinni og lýstu því hvernig martröðin sem þau upplifðu þessa nótt í september hefur markað líf fjölskyldunnar síðan.

Sjá einnig:

Hinn grunaði í Hafnarfjarðarmálinu var nýfallinn

Hafnarfjarðarmálið: Hinn grunaði hafði lítil sem engin tengsl við drenginn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”
Fréttir
Í gær

Hraunar yfir jólatónleika Emmsjé Gauta – „Dröslað á svið í færibandavinnu sem minnti á sláturhús“

Hraunar yfir jólatónleika Emmsjé Gauta – „Dröslað á svið í færibandavinnu sem minnti á sláturhús“
Fréttir
Í gær

Læknar höfðu verulegar áhyggjur af hjónunum í Súlunesi eftir ítrekuð blómkálseyru og ótrúverðugar skýringar en gátu ekkert gert

Læknar höfðu verulegar áhyggjur af hjónunum í Súlunesi eftir ítrekuð blómkálseyru og ótrúverðugar skýringar en gátu ekkert gert
Fréttir
Í gær

Gerði afdrifarík mistök áður en hann fór um borð í Norrænu

Gerði afdrifarík mistök áður en hann fór um borð í Norrænu