fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

58 ára á leið í nýtt lið

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. desember 2025 16:00

Miura og Iniesta, tveir reynslumiklir knattspyrnumenn / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanski framherjinn Kazuyoshi Miura ætlar sér ekki að leggja skóna á hilluna strax, þrátt fyrir að vera orðinn 58 ára gamall. Miura, sem er talinn elsti atvinnumaður heims í knattspyrnu, er á leiðinni í nýtt félag.

Samkvæmt The Japan Times mun Miura ganga til liðs við C-deildarlið Fukushima United á eins árs láni frá Atletico Suzuka, þar sem hann lék á síðasta tímabili. Félagaskiptin hafa ekki verið staðfest opinberlega, en má búast við því fljótlega.

Miura hóf atvinnumannaferil sinn árið 1986 með Santos í Brasilíu og hefur því spilað atvinnuknattspyrnu í tæpa fjóra áratugi. Hann sló í gegn með Verdy Kawasaki í Japan, þar sem hann skoraði 110 mörk, og var lykilmaður í japanska landsliðinu á tíunda áratugnum. Hann varð ásíski knattspyrnumaður ársins 1992 eftir að hafa leitt Japan til sigurs í Asíubikarnum.

Miura hefur einnig leikið fyrir félög á borð við Genoa og Sydney FC og er þekktur fyrir afar faglega nálgun. Hann leggur mikla áherslu á líkamsrækt, mataræði og endurheimt og hefur sagt að draumur sinn sé að spila áfram þar til líkaminn segir stopp, jafnvel langt fram yfir sjötugt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Frá Norwich til Barcelona

Frá Norwich til Barcelona
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal vill manninn sem barðist við Rúnar á síðustu leiktíð

Arsenal vill manninn sem barðist við Rúnar á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona brást Messi við spurningu um kynlíf sitt – „Í alvöru?“

Svona brást Messi við spurningu um kynlíf sitt – „Í alvöru?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Deeney urðar yfir leikmann United og segir hann fávita ef fréttirnar eru sannar

Deeney urðar yfir leikmann United og segir hann fávita ef fréttirnar eru sannar
433Sport
Í gær

Opinbera greiðslurnar sem rata til Íslands – Flestar milljónirnar í Kópavoginn

Opinbera greiðslurnar sem rata til Íslands – Flestar milljónirnar í Kópavoginn
433Sport
Í gær

Hugsanlega mikið áfall fyrir Liverpool

Hugsanlega mikið áfall fyrir Liverpool