fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Baldvin komst við og rödd hans brast í viðtali við Bylgjuna – „Þetta hefur hreinlega farið með hann“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. desember 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldvin Þorsteinsson, sem tók við starfi forstjóra Samherja, af föður sínum, Þorsteini Má Baldvinssyni, í sumar, var í viðtali á Bylgjunni í morgun. Meðal umræðuefna voru kærumál gegn Samherja en fimm ár eru síðan rannsókn Héraðssaksóknara á meintum mútugreiðslum fyrirtækisins í Namibíu hófst. Rannsókn er lokið en málið liggur enn hjá embættinu og ekki hefur verið gefin út ákæra.

Áður hafa fleiri stór mál verið rekin gegn Samherja en eins og Baldvin bendir á í viðtalinu hefur fyrirtækið aldrei verið sakfellt í stóru máli. Ljóst var af framsögn Baldvins í viðtalinu að málin hafa verið honum og fjölskyldunni mjög þungbær. Hvað eftir annað brast rödd hans og hann þurfti að gera hlé á máli sínu.

„Pabbi minn, hann er með stöðu grunaðs manns og …hann er búinn að vera með stöðu grunaðs manns núna í 15 ár. Það tekur á. Það tekur á fyrir hann og það tekur á fyrir fólkið sem er í þessari stöðu. Maður myndi helst vilja að þessu ferli fari að ljúka, þetta er búið að taka langan tíma. En þetta er bara í eðlilegum farvegi þó að maður myndi vilja að þetta tæki styttri tíma. Og við sem fyrirtæki erum ekki alveg búin að bíta úr nálinni með þetta. Nýverið var okkur birt stefna af fyrirtæki í Bretlandi, sem virðist hafa gert einhvers konar samkomulag við ríkisfyrirtækið í Namibíu um að gera kröfu á hendur Samherja og ætlar að reka málið fyrir dómstólum í Bretlandi, og sú krafa hljóðar upp á yfir 100 milljarða króna. Þetta er eitthvað sem við munum þurfa að svara fyrir þannig að þessi mál sem fylgja þessu þau eru bara þarna og við höldum bara áfram að reka fyrirtækið. En auðvitað fer þó einhver orka og tími í þetta,“ sagði Baldvin.

Útvarpsmenn höfðu orð á því að hann kæmist við þegar hann ræddi þessi mál. Hann sagði ekki hafa ástæðu til að vorkenna sjálfum sér vegna þessara mála en þau hefðu tekið þungan toll af föður hans og það væri erfitt að horfa upp á það.

„Þetta hefur hreinlega farið með hann,“ sagði Baldvin, og: „Eðlilega er hann ekki alltaf besta útgáfan af sjálfum sér, þetta hefur verið þungur tími.“

Bendir hann á að faðir hans hafi haft stöðu grunaðs manns í 15 ár og eðlilega taki slíkt á. Viðtalið má heyra hér en umræddur hluti þess hefst eftir um það bil 9:30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”
Fréttir
Í gær

Hraunar yfir jólatónleika Emmsjé Gauta – „Dröslað á svið í færibandavinnu sem minnti á sláturhús“

Hraunar yfir jólatónleika Emmsjé Gauta – „Dröslað á svið í færibandavinnu sem minnti á sláturhús“
Fréttir
Í gær

Læknar höfðu verulegar áhyggjur af hjónunum í Súlunesi eftir ítrekuð blómkálseyru og ótrúverðugar skýringar en gátu ekkert gert

Læknar höfðu verulegar áhyggjur af hjónunum í Súlunesi eftir ítrekuð blómkálseyru og ótrúverðugar skýringar en gátu ekkert gert
Fréttir
Í gær

Gerði afdrifarík mistök áður en hann fór um borð í Norrænu

Gerði afdrifarík mistök áður en hann fór um borð í Norrænu