fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. desember 2025 15:00

Tómas Hilmar Ragnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Hilmar Ragnarz, íslenskur athafnamaður, vann fyrr í mánuðinum mikilvægan sigur í máli sem Sendinefnd Evrópusambandsins  á Íslandi höfðaði gegn honum persónulega. Landsréttur vísaði málinu frá héraðsdómi, þar sem sendinefndin hafði ekki aðildarhæfi til að sækja á Tómas.

Sendinefndin krafðist þess að Tómas yrði gerður persónulega ábyrgur fyrir skuld félags sem hann hafði áður stýrt. Málið tengist rekstri Orange Procject ehf, sem Tómas var í forsvari fyrir, en fyrirtækið, sem sérhæfði sig í útleigu á skrifstofurými, fór illa út úr samkomutakmörkunum Covid-tímans og varð gjaldþrota. Sendinefndi gerði kröfu um endurgreiðslu húsaleigutryggingarinnar og lýsti kröfu í þrotabúið. Ekki fékkst greiðsla upp í þessa kröfu við skiptin á þrotabúinu og gerði sendinefndin einkakröfu á Tómas.

Héraðsdómur féllst á kröfu sendinefndar ESB en Landsréttur hefur nú ómerkt þann dóm og vísað málinu frá héraðsdómi. Landsréttur gerir þetta á grundvelli þess að sendinefndina hafi skort aðildarhæfi í málinu. Landsréttur benti við meðferð málsins á að ekki væri greint frá nöfnum eða öðrum persónuupplýsingum fyrirsvarsmanna sendinefndarinnar í gögnum málsins. Var því beint til lögmanns við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti að upplýsa um fyrirsvar og skipulag nefndarinnar sem málsaðila. Landsréttur taldi þær upplýsingar sem bornar voru fram um þetta ekki vera fullnægjandi og vísaði því málinu frá héraði á grundvelli skorts á aðildarhæfi.

Tómas Hilmar hefur því verið leystur undan kröfum sendinefndar ESB um að hann beri persónulega ábyrgð á endurgreiðslu húsaleigutryggingar fyrir hönd hins gjaldþrota félags.

„Þetta er gríðarlegur léttir. Það er þungbært þegar stór og öflug stofnun eins og Sendinefnd Evrópusambandsins  reynir með þessum hætti að sækja að manni persónulega og þetta hefur haft veruleg áhrif á allan minn rekstur og kostað stórfé sem ég þarf að bera sjálfur að óþörfu,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz og er afar sáttur við niðurstöðu Landsréttar.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”
Fréttir
Í gær

Hraunar yfir jólatónleika Emmsjé Gauta – „Dröslað á svið í færibandavinnu sem minnti á sláturhús“

Hraunar yfir jólatónleika Emmsjé Gauta – „Dröslað á svið í færibandavinnu sem minnti á sláturhús“
Fréttir
Í gær

Læknar höfðu verulegar áhyggjur af hjónunum í Súlunesi eftir ítrekuð blómkálseyru og ótrúverðugar skýringar en gátu ekkert gert

Læknar höfðu verulegar áhyggjur af hjónunum í Súlunesi eftir ítrekuð blómkálseyru og ótrúverðugar skýringar en gátu ekkert gert
Fréttir
Í gær

Gerði afdrifarík mistök áður en hann fór um borð í Norrænu

Gerði afdrifarík mistök áður en hann fór um borð í Norrænu