
Í fyrra vakti myndband af honum talsverða athygli, en í því sást hann hella sér yfir konu sem vann sér það eitt til saka að flauta á hann eftir að hann svínaði á hana.
Myndband af uppákomunni má sjá hér að neðan, en á því sést hann hóta konunni öllu illu fyrir að voga sér að vilja að hann fari eftir umferðarreglum. Barði hann í framrúðuna á bílnum hennar og hálfpartinn froðufelldi af bræði. Fyrir þetta hlaut hann skilorðsbundinn dóm og þá var honum gert að sækja reiðistjórnunarnámskeið.
Námskeiðið virðist ekki hafa borið tilætlaðan árangur því Daily Mail greinir frá því að hann hafi aftur verið kærður í desember 2024 þegar hann lenti í orðaskaki við konu sem var úti að labba með hundinn sinn.
Peter var á reiðhjóli við Alum Chine-ströndina í Bournemouth þegar hann hjólaði á hund konunnar, en með konunni í för var einnig nýfætt barn hennar í barnavagni.
Peter er sagður hafa stigið af hjólinu og hellt sér yfir konuna. Þá beindi hann hótunum að vegfarendum sem reyndu að stilla til friðar. Þetta atvik náðist einnig á myndband og á því heyrist hann hóta vegfarendum líkamlegu ofbeldi.
Dæmt var í málinu í nýliðnum desembermánuði og var Peter dæmdur í sex vikna fangelsi.