fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Svona verða götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og Gamlársdag

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. desember 2025 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg vekur athygli á götulokunum í miðborginni á Þorláksmestu og Gamlársdag. Sem og götulokun á Sæbraut á Gamlársdag vegna árlegs Götuhlaups ÍR.

Stór hluti Kvosarinnar, Laugavegar og nærliggjandi götum verður lokað fyrir akandi umferð á Þorláksmessu, 23. desember. Þá verða einnig lokanir í miðborginni á Gamlársdag, 31. desember næstkomandi.

Lokanirnar eru í samráði við Lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu með það að markmiði að tryggja öryggi gesta miðborgarinnar. Lokanirnar eru í gildi frá klukkan 14:00–00:00.

Aðeins verður hægt að komast út af svæðinu um eftirfarandi gatnamót:

  • Barónsstíg við Laugaveg
  • Þingholtsstræti við Bankastræti
  • Hverfisgötu við Ingólfsstræti
  • Hverfisgötu við Frakkastíg
  • Pósthússtræti við Hafnarstræti

Friðargangan 2025

Friðargangan er venju samkvæmt á Þorláksmessu og má búast við töfum á umferð á gatnamótum Snorrabrautar og Laugavegar og Lækjargötu og Bankastrætis í tengslum við gönguna.

Fólk safnast saman klukkan 17:45 á Hlemmtorgi og fer gangan af stað klukkan 18:00 og gengið sem leið liggur á Austurvöll þar sem fer fram stuttur fundur.

Lögreglan mun stöðva umferð á meðan að gangan fer yfir Snorrabraut og þegar gangan fer yfir Lækjargötu.

Áramót

Skólavörðuholt verður lokað fyrir akandi umferð frá klukkan 22:00, 31. desember til klukkan 01:00 á nýársnótt, (1. janúar) til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda á  svæðinu.

Öllum aðliggjandi götum að Skólavörðustíg verður lokað fyrir akandi vegfarendum frá klukkan 16:00 þann 30. desember. Göturnar sem um ræðir eru Kárastígur, Bjarnarstígur, Baldursgata, Týsgata, Óðinsgata og Vegamótastígur. Hægt verður að keyra um Skólavörðustíg til klukkan 21:00 á Gamlársdag. Opnað verður fyrir umferð að nýju 2. janúar.

Gamlárshlaup ÍR 2025

Gamlárshlaup ÍR  fer fram á gamlársdag og er skemmtileg blanda af keppnishlaupi, áramótaskemmtun og fjölskyldusamveru. Hlaupið í ár er samstarfverkefni frjálsíþróttadeildar ÍR og Krabbameinsfélagsins og því geta þátttakendur hlaupið til styrktar góðu starfi félagsins.

Gleðin er ávallt við völd í Gamlárshlaupi ÍR, hvernig sem viðrar, en auk hefðbundinna keppnisbúninga mæta fjölmargir til leiks íklæddir grímubúningum. Hlaupið er ræst klukkan 12:00 og tímatöku lýkur klukkan 13:30.

Rásmark er á syðri akrein Sæbrautar fyrir framan Hörpu. Endamarkið er á planinu fyrir framan Hörpu. Gert er ráð fyrir að Sæbrautinni sé lokað klukkan 10:30 og opnuð um 13:30. Skemmtihlaupið er ræst 5-7 mínútum eftir ræsingu 10 km hlaupsins og hlaupið eftir sömu braut. Skemmtihlaupið hefur engin áhrif á lokanir eða merkingar umfram 10 km hlaupið. Þrengt verður að umferð og lokað, eftir atvikum götum og afmörkuðu svæði í stutta stund á meðan götuhlaupinu stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum
Fréttir
Í gær

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“
Fréttir
Í gær

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Í gær

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar