fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 19. desember 2025 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirhugaður leikur AC Milan og Como í ítölsku A-deildinni mun fara fram í Perth í Ástralíu í febrúar, þrátt fyrir efasemdir sem upp komu fyrr í mánuðinum. Þetta staðfestir forseti Serie A, Ezio Simonelli.

Ítalskir fjölmiðlar höfðu greint frá því að leikurinn væri í hættu vegna skilyrða sem Asíusambandið setti, meðal annars varðandi dómaramál. Serie A var ósátt við að þurfa að nota dómara frá Asíu þar sem sambandið treysti ítölskum dómurum best.

Simonelli sagði þó að málið hefði verið leyst eftir viðræður við Pierluigi Collina, fyrrverandi dómara og núverandi formann dómaranefndar FIFA. Collina fullvissaði Serie A um gæði asískra dómara og benti á tiltekna dómara sem gætu dæmt leikinn.

Leikurinn fer fram 8. febrúar eftir að ítalska knattspyrnusambandið samþykkti að færa heimaleik Milan, þar sem San Siro verður ekki tiltækur vegna opnunar Vetrarólympíuleikanna í Mílanó-Cortina.

UEFA hafði áður, með semingi, veitt leyfi fyrir leiknum, sem er hluti af tilraunum deildanna til að færa leiki á nýja markaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áframhaldandi vandræði hjá Reading

Áframhaldandi vandræði hjá Reading
433Sport
Í gær

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar