fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Hafliði hvetur fólk til að hafa þetta í huga þegar það kaupir í matinn fyrir jólin

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. desember 2025 17:30

Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri Íslensks lambakjöts.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jólamaturinn þarf ekki að vera flókinn, hann þarf bara að vera góður. Og hann má gjarnan vera íslenskur,“ segir matreiðslumeistarinn Hafliði Halldórsson í aðsendri grein á Vísi.

Hafliði, sem jafnframt er framkvæmdastjóri upprunamerkisins Íslenskt lambakjöt, bendir í grein sinni réttilega á að þessa dagana flykkist meginþorri landsmanna út í búð til að byrgja sig upp fyrir hátíðirnar og eldamennsku sem oft krefst meira umfangs en hversdagsmaturinn.

„Þá er gott að minna sig á að það þarf ekki að flækja málin til að njóta góðs matar og enn síður þarf að leita langt yfir skammt til að finna þau heimsklassagæði í hráefnum sem við búum við á Íslandi,“ segir Hafliði.

Tekur tvö ár að rækta lambalæri

Hann rifjar upp að um síðustu helgi hafi Matarmarkaður Íslands farið fram í Hörpu þar sem íslenskt lambakjöt og Slow Food á Íslandi var með viðburð sem bar yfirskriftina „Einfaldlega íslenskt um jólin“.

„Markmiðið okkar var fyrst og fremst að minna á það mikla og góða hráefni sem við höfum greiðan aðgang að hér á landi, ýmist úti í matvöruverslun en líka á næsta sveitamarkaði. Rétt fyrir jólin gefst okkur kjörið tækifæri til að rifja upp hvað íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða og hvernig hægt er að elda góðan mat úr íslensku hráefni án mikillar fyrirhafnar,“ segir hann.

Hafliði segir það stundum gleymast að lambalærið eða hryggurinn sem við berum fram um jólin sé miklu meira en bara kjöt á diski.

„Það er afrakstur margra mánaða vinnu. Á bak við hvert læri og hvern hrygg standa sauðfjárbændur sem beittu og fylgdust með hverju dýri, veit hvaða þættir skipta höfuðmáli í að ala hágæðakjöt og vinna í takt við náttúruna. Það tekur um það bil tvö ár að rækta gott lambalæri og það er engin tilviljun að íslenskt lambakjöt þykir með því besta sem völ er á.“

Hafliði minnir á að þegar við kaupum íslenskt í jólamatinn séum við að styðja sauðfjárbændur, landeigendur og íslenska matvælaframleiðendur.

„Það sem skiptir kannski enn meira máli er að við styðjum við íslenskt samfélag, blómlegt, íslenskt atvinnulíf og tryggjum að við eigum áfram hreint og heilnæmt hráefni sem er ræktað hér heima. Við höldum í menningu og hefðir sem hafa fylgt okkur í gegnum aldirnar og sýnum að við kunnum að meta það sem við eigum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku