fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. desember 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bónus heldur áfram að láta gott af sér leiða og hefur á síðustu fimm árum veitt hjálpar- og góðgerðarfélögum um allt land styrki sem nema rúmlega 50 milljónum króna. Nú í desember einum saman námu styrkir Bónus rúmum 10 milljónum króna, sem dreifðust til fjölda aðila sem sinna mikilvægu hjálparstarfi.

Helstu styrkirnir fara til Hjálparstarfs kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnda og kirkjusókna víða um land, auk Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis og Norðurhjálpar. Alls er um að ræða nokkur tug hjálpar- og góðgerðarfélaga, sem nýta framlögin til að styðja við einstaklinga og fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að halda. Kemur þetta fram í tilkynningu.

„Árlega styrkir Bónus mörg góð málefni og við starfsfólk Bónus erum afar glöð að geta veitt stuðning til hinna ýmsu hjálpar- og góðgerðarfélaga sem koma framlögum áfram til sinna skjólstæðinga. Það er samfélagsleg skylda fyrirtækja, og okkar allra, að sýna náungakærleik. Vonandi hefur þetta framlag Bónus komið sér vel fyrir marga sem þurfa á því að halda, sérstaklega nú fyrir jólin,“ segir Ólafur Thors, markaðsstjóri Bónus.

Með reglulegum styrkjum leggur Bónus sitt af mörkum til að styðja við samfélagið og hjálpa þeim sem standa höllum fæti, ekki aðeins á hátíðum, heldur allt árið um kring.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum
Fréttir
Í gær

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“
Fréttir
Í gær

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Í gær

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar