
Þó Gabriel Jesus hafi töluvert verið orðaður frá Arsenal er hann ekki á þeim buxunum að fara.
Brasilíski sóknarmaðurinn var að snúa aftur úr meiðslum en er langt frá því að vera fyrsti maður á blað hjá Mikel Arteta.
„Mér finnst ég eiga óklárað verk hjá Arsenal og því vel ég ekki fara,“ segir hann hins vegar.
Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með tveggja stiga forskot á Manchester City, en liðið hefur hafnað í öðru sæti þrjú tímabil í röð.
„Við vekjum sofandi risann, með þessum stjóra og þessum leikmönnum er það hægt. Ég treysti mér og mínum fótbolta, ég treysti á áætlun guðs.“