
Enzo Maresca gefur lítið fyrir orðróma um að hann sé að taka við Manchester City í náinni framtíð.
Maresca hefur verið í umræðunni undanfarið eftir að hann skaut á stjórn Chelsea og í gær var hann orðaður við endurkomu til City sem arftaki Pep Guardiola í sumar. Hann starfaði áður í akademíu félagsins.
„Þetta eru bara einhverjar vangaveltur og ég hef engan tíma í slíkt. Það er mikilvægt að komast að því hvers vegna þessar fréttir fóru út en þær eru ekki sannar,“ sagði Maresca hins vegar á blaðamannafundi í dag.
„Ég er samningsbundinn Chelsea til 2029 og hugur minn er hér. Ég er stoltur af þessu starfi.“