
Manchester City er komið í forystu í baráttunni um að tryggja sér 18 ára gamlan Frakka, Mathys Detourbet, sem leikur með Troyes í frönsku B-deildinni.
Samkvæmt Foot Mercato hefur City lagt mikla áherslu á að fá hann og hefur leikmaðurinn þegar heimsótt bækistöðvar félagsins.
Detourbet er uppalinn hjá Troyes og hefur á leiktíðinni spilað 14 leiki með aðalliði félagsins. Þrátt fyrir að hafa aðeins byrjað einn leik hefur hann skorað eitt mark og lagt upp tvö.
Roma bauð 10 milljónir evra í leikmanninn síðasta sumar en því var hafnað, en áhugi ítalskra félaga er enn til staðar. Monaco er einnig komið inn í myndina.
Sérstaða City felst þó í City Football Group, en bæði félög er hluti af því neti.