
Íslendingar sem lentu í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku á miðvikudag eru samkvæmt heimildum DV karlmaður á fimmtugsaldri, eldri kona og unglingsstúlka. Fólkið er tengt fjölskylduböndum, er búsett á Íslandi en var á ferðalagi í því skyni að heimsækja son karlmannsins sem býr í S-Afríku.
Málið er á borði borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi ráðuneytisins, veitti eftirfarandi svar við fyrirspurn DV um málið:
Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um að íslenskir ríkisborgarar hafi lent í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku.
Málið er á borði borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið.