fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Sakfelldur fyrir að senda 15 ára stúlku ítrekað typpamyndir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. desember 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest sektardóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manni á þrítugsaldri fyrir kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot en manninum var gefið að sök að hafa ítrekað á tímabilinu desember 2021 til janúar 2022 sent 15 ára stúlku nektarmyndir af sér þar sem ber getnaðarlimur hans sást. Myndirnar voru sendar í gegnum samskiptaforritið Snapchat.

Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa verið símalaus á tímabilinu sem myndirnar voru sendar stúlkunni og því hafi hann ekki getað sent þær. Myndirnar voru samtals vel á þriðja tuginn. Framburður mannsins um símaleysi þótti ótrúverðugur, ekki síst vegna þess að hann greindi ekki frá því í skýrslugjöf til lögreglu að síminn hans hefði glatast.

Maðurinn er 29 ára í dag en var 25 ára er brotin voru framin. Í dómi Landsréttar kemur fram að hann hefur verið greindur með ódæmigerða einhverfu, væga þroskahömlun og athyglisröskun með ofvirkni. Hann er engu að síður sakhæfur.

Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni 250 þúsund krónur í miskabætur.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Súlunesmálið: Hesthússeigandi ber Margréti illa söguna – „Gömlu hjónin voru eins og þrælar“

Súlunesmálið: Hesthússeigandi ber Margréti illa söguna – „Gömlu hjónin voru eins og þrælar“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Súlunesmálið: Margrét misþyrmdi foreldrum sínum eftir að hún var búin að opna afmælispakkana frá þeim

Súlunesmálið: Margrét misþyrmdi foreldrum sínum eftir að hún var búin að opna afmælispakkana frá þeim
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur svaraði Samfylkingunni fullum hálsi: Ekki hægt að tala um að „planið sé að virka“

Vilhjálmur svaraði Samfylkingunni fullum hálsi: Ekki hægt að tala um að „planið sé að virka“
Fréttir
Í gær

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Í gær

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi