fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Árni var ranglega sakaður um svívirðilegan glæp – „Hrein samviska var áttavitinn minn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins, greinir frá erfiðri lífsreynslu á Faceook-síðu sinni og í aðsendri grein á Vísi. Árni var ranglega sakaður um svívirðilegt ofbeldi gegn barni, ásakanir voru upplognar en málið tók toll af lífsþreki Árna í mörg ár.

„Margur hefur fyrirfarið sér fyrir minni sakir að ósekju, skömmin er skelfileg,“ segir Árni í samtali við DV en það sem hélt honum gangandi var sú staðreynd að samviska hans var hrein en málið byrjaði svona:

„Árið 2013 hrundi heilsan mín. Ég endaði á spítala, algerlega uppgefinn, þungur og veikur, og þurfti að byrja upp á nýtt. Á þessum tíma leigði ég íbúð af manni á mínum aldri. Hann þóttist vinur á yfirborðinu en hafði óstöðugt einkalíf, sterka þörf fyrir aðdáun og átti sér kærustu sem bar með sér ójafnvægi og erfiða sögu. Hún átti eldri börn og hafði áður notað ásakanir til að hefna sín þegar sambönd enduðu illa.

Á meðan ég lá enn inni á spítala fór samband þeirra í rúst. Nokkrum vikum síðar, þegar ég var kominn á heilsulind (NLFI Hveragerdi) til að ná mér, mætti hann allt í einu og sagði mér að hann og vinur hans hefðu verið handteknir, sakaðir um að hafa misnotað yngsta son hennar. Þeir voru látnir lausir því engin gögn fundust. Ég sá strax mynstrið: hún hafði áður beitt sömu aðferð. Ég sagði honum að fara mjög varlega.“

Árni var kallaður í yfirheyrslu hjá lögreglu og hald var lagt á tölvu hans og síma, þar sem ekkert misjafnt fannst. Málið féll niður og Árni kærði konuna fyrir rangar sakargiftir. Hann segir hins vegar að sönnunarbyrði í slíkum málum sé svo þung að þau falli um sjálf sig.

„Nokkrum vikum síðar hringdi lögreglan í mig. Hún hafði nú bætt mér inn í söguna. Henni hafði dottið í hug að við þrír hefðum misnotað barnið og tekið myndir. Ég fór í skýrslutöku, rólegur og hreinskilinn. Lögreglan trúði mér og sá fljótt að ekkert hélt vatni. En kerfið heldur áfram hvort sem þú ert saklaus eða sekur. Þetta dróst og dróst. Ég sendi inn kæru um rangar sakargiftir en sönnunarbyrðin er svo há að þær falla flestar um sjálfa sig.“

Djúpt sár

Árni burðaðist árum saman með þetta mál í einsemd. Það sem hélt honum gangandi var hrein samviska og vissan um að hann væri saklaus. Núna finnst honum tímabært að deila þessari reynslu en hann gat það ekki áður vegna þess að möguleikinn á sekt skapar efa hjá viðmælandanum:

„En þó ég hafi sloppið hreinn kostaði ferlið mig mörg ár. Ekki í réttarkerfinu, heldur innra með mér. Ég gat ekki sagt föður mínum neitt; hann hefði ekki getað skilið þetta og hefði brugðist illa. Ég gat ekki sagt öðrum, því jafnvel saklaus maður ber stundum skugga gruns þegar eitthvað svona kemur upp. Þannig að ég þagði. Ég var veikur, einmana og að reyna að endurreisa lífið.

Það sem hélt mér gangandi var eitt: ég vissi sannleikann. Hrein samviska var áttavitinn minn. Stormurinn gekk yfir, sannleikurinn stóð eftir. En áfallið, leyndin og einangrunin sem fylgdi þessu lifði með mér í mörg ár. Og gerir enn.

Nú fyrst, í gegnum heiðarlega sjálfsskoðun get ég viðurkennt fyrir sjálfum mér hversu djúpt þetta skar. Ekki vegna sektar. Heldur vegna þess að ég bar þetta einn. Það var engum trúandi vegna efans sem möguleg sök skapaði.

Vegna þess deili ég því þessi kafli hefur kennt sem svo margt um þann mann sem ég er að reyna að verða.“

Segist fyrirgefa konunni

DV spurði Árna um hvaða hug hann bæri til konunnar sem bar á hann þessar röngu sakir. Hann segist fyrirgefa henni:

„Ég fyrirgef henni af heilum hug. Það sem hún gerði mér segir ekkert um mig en allt um hana (Forgive, forget & move on). Hún greinilega er með bakgrunn sem er brotinn og skortir kærleika og hlýju.“

Hann segist í raun ekkert hafa þekkt konuna, þau hafi heilsast á förnum vegi en aldrei átt samtal. „Hún hreinlega yfirfærði eitthvað óuppgert á mig,“ segir hann og bendir á að slíkt sé alþekkt innan sálfræðinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Í gær

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust