fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. nóvember 2025 08:30

Jólanefndin frá vinstri efri röð: Sveindís Guðmundsdóttir, Hafdís Perla Hafsteinsdóttir, Aðalheiður Hilmarsdóttir, Steinunn Snorradóttir, Þórdís Anna Njálsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Erna Rán Arndísardóttir. Neðri röð frá vinstri: Dagmar Valsdóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og Jenný Rósa Baldursdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér líður eins og ég hafi farið í verslunarferð erlendis þetta var svo mikil upplifun og margt nýtt að sjá,“ segir Þóra félagskona FKA að loknu Jólarölti Viðskiptanefndar í Reykjanesbæ.

Jólarölt Viðskiptanefndar FKA var í samstarfi við FKA Suðurnes og FKA Suðurland í ár og komu konur víðs vegar af landinu til að hringja inn jólin saman.

Fyrsta stopp í einni af glæsilegum verslunum formanns FKA

Farið var með rútu úr Borgartúni og allar konurnar sameinuðust í Gæludýr.is á Fitjum hjá Ingibjörgu Salóme Sigurðardóttur formanni FKA sem tók fagnandi á móti sínum konum. „Við áttum saman góða kvöldstund á Suðurnesjum. Borðuðum, skáluðum, kynnumst, spjöllum, sungum, röltum og nutum. Dregið var úr stórglæsilegu happdrætti og það sló heldur betur í gegn,“ segir Íris Bettý úr Viðskiptanefnd eftir vel heppnað kvöld.

Eftir fordrykk og létt snarl í stórglæsilegri verslun formanns FKA var hópnum skipt niður í rútur sem fór á milli staða. Helmingur hópsins fór á Hafnargötuna og hinn helmingurinn í glerhúsið við Njarðarbraut (Fitjar). Hittist svo hópurinn á Velli mathöll þar sem konur fengu að smakka rétti á girnilegum stöðum mathallarinnar í glæsilegu og notalegu umhverfi.

Soffía Theodórsdóttir, Helga Jóhanna Úlfarsdóttir, Helga Margrét Friðriksdóttir og Helga Björg Þorgeirsdóttir.
Guðný Birna Guðmundsdóttir forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæ og formaður FKA Suðurnes og Sveindís Guðmundsdóttir hjá Sahara úr Viðskiptanefnd FKA.

Þvílík veisla fram undan hjá vinningshöfum í happdrætti.

Það er óhætt að segja að Blue Lagoon Skincare, Icewear, Grindavík Guesthouse, Center Hotels, Síminn, SÝN, Íslandshótel, Discover Grindavík og Hótel Keflavík hafi hækkað spennustigið með stórglæsilegum vinningum sem slógu í gegn í geggjuðu happdrætti. „Hver vill ekki stunda sjálfsrækt með hátíðarsett frá Blue Lagoon Skincare á aðventunni eða hafa það notalegt undir þykku, mjúku ullarteppi frá Icewear og horfa á gott sjónvarp,“ var haft eftir einni. „Nú eða eiga þess kost að fara á hótel eða í spa.“

Tekið var á móti konunum með hressingu ferðina á enda í hverju stoppi og Innocent Antioxidant Super Smoothie og súkkulaðikex frá ÓJ&K í millimál. „ÓJ&K brugðu sér í jólasveinabúninginn og gáfu hressingu ásamt poka af Skuggatári frá Kaffitári sem var vel til fundið þar sem keyrt var framhjá kaffibrennslunni þeirra á leiðinni á fjörið á Suðurnesjum,“ segir Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður FKA Suðurnesja.

Steinunn Snorradóttir eigandi tók vel á móti félagskonum í Völlur mathöll og er hér með Jenný Rósa Baldursdóttir úr Viðskiptanefnd.
Elin Hrönn Geirsdóttir hjá Natura Spa með Írisi Bettý Viðskiptanefnd.

Skipuleggjendur á leiðinni í kósístund í Natura Spa

„Ég stóðst ekki mátið og bauð skipuleggjendum jólaröltsins í spa hjá mér,“ segir Ella hjá fyrirtækinu Allt önnur Ella ehf. sem rekur Natura Spa. Ella steig á svið og bauð konunum í nefndunum til sín til að njóta stundarinnar saman í slopp við arineld, fara í flot, gufu og pott og skála í dásamlegaum drykk á notalegu umhverfi. Til að gera langa sögu stutta sló þessi hugmynd í gegn.

Jólanefndin frá vinstri efri röð: Sveindís Guðmundsdóttir, Hafdís Perla Hafsteinsdóttir, Aðalheiður Hilmarsdóttir, Steinunn Snorradóttir, Þórdís Anna Njálsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Erna Rán Arndísardóttir. Neðri röð frá vinstri: Dagmar Valsdóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og Jenný Rósa Baldursdóttir.
UN Woman voru með sölubás í Velli mathöll.
Sjöfn Arna Karlsdóttir og Heiðdís Halldórsdóttir eigandi Tannlæknastofu Heiðdísar með ullarteppi frá Icewear.
Arndís Frederiksen eigandi Fjallakofa með vinning frá Blue Lagoon Skincare.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Í gær

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?