fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Pressan

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Pressan
Föstudaginn 21. nóvember 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. júlí síðastliðinn höfðu tvær ungar konur samband við lögregluna í New Jersey. Önnur þeirra hefði orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana sinna. Sú særða var Natalie Greene sem hafði skömmu áður starfað fyrir fulltrúadeildarþingmann Repúblikana, Jefferson Van Drew.

Konurnar sögðust hafa verið á gangi í almenningsgarði þegar þrír menn veittust að þeim. Þær hefðu ekki verið valdar af handahófi þar sem árásarmennirnir vissu hvað Greene hét og hvar hún starfaði.

Lögreglan var send á vettvang og fann þar Greene sem var með skyrtuna upp fyrir haus, blóðug og bundin á höndum og fótum með bensli. Á maga hennar höfðu verið rist orðin: Trump hóra og á baki hennar stóð: Van Drew er rasisti. Hún var eins með skurði á andliti, hálsi, bringu og öxlum.

Hún bar sig illa og sagði árásarmennina hafa haldið henni niður og hótað því að skjóta hana.

Eðlilega var þessu tekið alvarlega af lögreglu sem hóf strax rannsókn. Rannsóknin reyndist þó ekki flókin. Vinkona Greene hafði skömmu fyrir meinta árás leitað á netinu að sölustöðum bensla. Bensli eins og Greene var bundin með fundust í bifreið hennar. Loks fann lögregla kvittun frá listamanni sem hefur að atvinnu að rista myndir og skilaboð í líkama fólks. Tilgangur slíkra ristinga er að mynda varanleg ör. Greene hafði leitað til slíks aðila þennan sama dag og það var hann sem risti áðurnefnd skilaboð á líkama hennar. Fyrir þetta borgaði hún 65 þúsund krónur.

Greene hefur nú verið ákærð fyrir að bera ljúgvitni og fyrir að sóa tíma lögreglu. Hún á yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi og allt að 65 milljóna króna sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Í gær

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Röng beygja hrinti af stað einni stærstu leitar- og björgunaraðgerð sögunnar

Röng beygja hrinti af stað einni stærstu leitar- og björgunaraðgerð sögunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað
Pressan
Fyrir 6 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar