fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum

Fókus
Sunnudaginn 23. nóvember 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rumer Willis, dóttir bandaríska stórleikarans Bruce Willis, deildi heldur sorglegum fréttum af föður sínum í vikunni.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt glímir Bruce við heilabilun sem kallast á ensku frontotemporal dementia (FTD). Sjúkdómurinn hefur ágerst nokkuð hratt en leikarinn greindist fyrst með málstol árið 2022 en seinna varð ljóst að málstolið var einkenni alvarlegrar heilabilunar.

Í færslu á samfélagsmiðlum lýsir Rumer því að staðan í dag sé orðinn þannig að faðir hennar þekkir hana á köflum ekki.

Rumer segir að þrátt fyrir allar þær áskoranir sem fjölskyldan stendur frammi fyrir sé hún þakklát fyrir að geta enn knúsað föður sinn. „Hann finnur fyrir ástinni sem ég gef honum og ég finn fyrir ástinni á móti. Ég sé enn neista í honum og hann finnur fyrir ástinni sem ég gef honum,“ sagði hún.

Dóttir Bruce, Tallulah, lýsti því á dögunum í viðtali við The Today Show að sumir dagar væru erfiðari en aðrir.

„En ástin er alltumlykjandi. Það sem þetta hefur kennt mér er að taka engu augnabliki sem sjálfsögðum hlut,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrædd um að kærasta yfirmannsins komi upp um leyndarmálið í brúðkaupinu

Hrædd um að kærasta yfirmannsins komi upp um leyndarmálið í brúðkaupinu