
Guy var sleppt úr haldi þann 12. október síðastliðinn og var lausn hans hluti af friðarsamkomulagi Bandaríkjanna, Ísraels og Hamas.
Í viðtali við N12-sjónvarpsstöðina, sem Mail Online vitnar til, lýsir Guy því hvernig hann var dreginn niður í víðfeðmt net jarðganga undir Gaza þar sem hann var hlekkjaður og einangraður frá umheiminum.
Í viðtalinu lýsti hann því hvernig honum var hótað lífláti af liðsmanni Hamas, segði hann frá því sem gerðist eftir að hann fékk að fara í sturtu.
„Þegar ég var búinn í sturtunni dró hann mig út af baðinu og leyfði mér ekki að klæða mig. Hann leiddi mig inn í herbergið þeirra, hrinti mér niður á stól og byrjaði að að snerta allan líkamann á mér,” segir hann og bætir við að hann hafi frosið.
„Ég sagði: „Þetta hlýtur að vera grín. Þetta er bannað í íslam.“ Þá hélt hann riffli að höfði mínu og hníf að hálsi mér. Hann sagði að ef ég myndi nokkurn tíma segja frá, myndi hann drepa mig.“
Guy er ekki fyrsti gíslinn sem lýsir kynferðislegu ofbeldi af hendi liðsmanna Hamas. Rom Brasklavski, sem starfaði sem öryggisvörður á hátíðinni, lýsti á dögunum bæði kynferðislegri misnotkun og skelfilegum aðstæðum meðan hann var í haldi.
„Þeir tóku mig úr öllum fötunum, nærfötunum líka og bundu mig nakinn,“ sagði hann í áhrifamiklu sjónvarpsviðtali. „Þetta var kynferðislegt ofbeldi. Markmiðið var að niðurlægja mig og brjóta niður reisn mína. Það tókst.“
Hann staðfesti einnig að fleiri árásir hefðu átt sér stað meðan hann var í haldi og erfitt sé að tala um það. Meðferðin sem hann sætti hafi verið skelfileg.
„Þetta er eitthvað sem jafnvel nasistar gerðu ekki. Á tímum Hitlers hefðu þeir ekki gert slíka hluti. Þú biður bara um að þetta hætti.
Fjöldi kvenna hefur einnig lýst grimmilegu kynferðisofbeldi sem þær urðu fyrir.