fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Pressan

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð

Pressan
Föstudaginn 21. nóvember 2025 06:30

Gullklósettið glæsilega. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli á dögunum þegar greint var frá því að 18 karata og 100 kílóa gullklósett hefði verið selt á uppboði hjá Sotheby‘s á dögunum.

Nú er komið í ljós hver kaupandinn var en það var fyrirtækið Ripley‘s Believe It or Not sem rekur meðal annars samnefnd söfn í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Greiddi fyrirtækið, sem safnar ýmsum furðuhlutum, 12,1 milljón dollara, eða um einn og hálfan milljarð króna.

New York Times greinir frá þessu og staðfesti fyrirtækið að hafa keypt klósettið.

Klósettið sem um ræðir heitir America og var smíðað af listamanninum Maurizio Cattelan árið 2016. Hann gerði tvö eintök, en hinu var stolið árið 2019 þegar það var til sýnis á Englandi og brætt niður.

Klósettið sem Ripley‘s keypti hjá Sothebys var áður í eigu milljarðamæringsins Steve Cohen sem á meðal annars hafnaboltaliðið New York Mets. Hann keypti það fyrir ótilgreinda upphæð árið 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni
Pressan
Í gær

Rotnandi líkið í Teslunni – Talið að stúlkan hafi verið myrt í vor og rapparinn loksins með stöðu sakbornings

Rotnandi líkið í Teslunni – Talið að stúlkan hafi verið myrt í vor og rapparinn loksins með stöðu sakbornings
Pressan
Fyrir 2 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum