
Nú er komið í ljós hver kaupandinn var en það var fyrirtækið Ripley‘s Believe It or Not sem rekur meðal annars samnefnd söfn í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Greiddi fyrirtækið, sem safnar ýmsum furðuhlutum, 12,1 milljón dollara, eða um einn og hálfan milljarð króna.
New York Times greinir frá þessu og staðfesti fyrirtækið að hafa keypt klósettið.
Klósettið sem um ræðir heitir America og var smíðað af listamanninum Maurizio Cattelan árið 2016. Hann gerði tvö eintök, en hinu var stolið árið 2019 þegar það var til sýnis á Englandi og brætt niður.
Klósettið sem Ripley‘s keypti hjá Sothebys var áður í eigu milljarðamæringsins Steve Cohen sem á meðal annars hafnaboltaliðið New York Mets. Hann keypti það fyrir ótilgreinda upphæð árið 2017.