fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Pressan
Laugardaginn 22. nóvember 2025 14:30

Olivia Henderson. Skjáskot TikTok.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem starfar við matarsendingar fyrir fyrirtækið DoorDash í New York borg kærði viðskiptavin eftir að hún kom að honum nöktum er hún var að afhenda matarsendingu til mannsins. Hún var hins vegar handtekin fyrir að dreifa myndbandi af manninum nöktum á TikTok.

New York Post og Metro greina frá þessu.

Konan, sem heitir Olivia Henderson og er 23, ára, hafði fengið þau fyrirmæli að skilja matarsendinguna eftir fyrir utan dyrnar. Hún segir hins vegar að útidyrnar hafi verið opnar þegar hún kom á staðinn og fyrir innan var sá sem hafði pantað, nakinn fyrir neðan mitti, með buxurnar á hælunum.

Olivia tók upp myndband af manninum á síma sinn og deildi sem reynslusögu frá vinnudegi sendils á TikTok.

Daginn eftir kærði hún manninn til lögreglu en þá var hún handtekin.

New York Post greinir frá því að gögn úr Ring-dyrabjöllumyndavél á staðnum bendi til þess að Olivia hafi opnað útidyrnar og gengið inn í íbúðina. Þar hafi hún komið að manninum sem svaf ofurölvi með buxurnar á hælunum.

Doordash fordæmir hegðun sendilsins síns og segir það ganga gegn stefnu fyrirtækisins að mynda og myndbirta viðskiptavini. TikTok aðgangi Olivu hefur verið eytt og hún á yfir höfði sér fangelsisdóm.

Olivia segist vera þolandi í málinu en lögreglan, Doordash og TikTok hafi ákveðið að refsa henni.

Olivia hefur verið látin laus úr haldi varðhaldi gegn tryggingu en hún á að koma fyrir rétt þann 4. desember næstkomandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni