fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 11:30

Reykjavík. Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Umræðan um húsnæðismarkaðinn á undanförnum mánuðum hefur að mestu verið neikvæð. Algengt er að heyra að markaðurinn sé „ónýtur“, „lokaður fyrir ungt fólk“ og að „stjórnvöld og bankar geti ekki gripið inn í með árangri“. Slíkar fullyrðingar hafa orðið áberandi í opinberri umræðu þar sem margir virðast endurtaka sömu neikvæðu skilaboðin hver eftir annan,“ segir Kjartan Örn Sigurðsson, forstjóri Ormsson hf, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að ástandið sé í raun miklu betra en þessi lýsing gefur til kynna:

„Raunin er þó jákvæðari en margir ætla. Þrátt fyrir háa vexti og hátt húsnæðisverð hafa orðið verulegar breytingar á markaðnum sem gera fyrstu kaupendum og fleirum kleift að koma þaki yfir höfuðið. Þróunin er því ekki eins svört og hún hefur verið teiknuð upp í almennri umræðu.“

Kjartan hefur með lestri gagna og könnun fjármagnslíkana komist að því að mun betri mynd blasi við fyrstu kaupendum á markaðnum en haldið hefur verið fram.

Í fyrsta lagi þurfi mun lægri útborgun en áður. Fyrstu kaupendur hafi áður þurft að greiða 20-25% í útborgun en í dag þurfi þeir aðeins 10% eigið fé. Nefnir hann sem dæmi að kaup á 50 milljóna króna íbúð hefðu áður krafist yfir 10 milljóna króna í útborgun en í dag dugi 5 milljónir eða minna ef nýttur sé séreignarsparnaður.

Kjartan nefnir einnig samfjármögnunarkerfi sem hafi tekið við af hlutdeildarlánum, það opni markaðinn fyrir fólki sem áður hafði ekki möguleika á  að kaupa sér fasteign: „Kerfið virkar þannig að kaupandi leggur fram 10%, sjóður leggur fram 20% og eignast hlut í íbúðinni, kaupandi þarf því aðeins að taka 70% bankalán, í stað 80-85% áður,“ segir Kjartan og segir þetta þýða minni greiðslubyrði, hraðari inngöngu og meiri sveigjanleika.

Sambærilegt húsnæðisverð

Kjartan bendir á að kaupmáttur heimila fari vaxandi og vextir séu byrjaðir að lækka. Fasteignir séu vissulega dýrar en markaðurinn sé samt ekki lokaður. Fasteignaverð á Íslandi sé sambærilegt við það sem gengur og gerist í borgum N-Evrópu. Íbúðir séu „aðgengilegar“ með þeim úrræðum sem í boði eru og vill Kjartan meina að það hafi sjaldan eða aldrei verið jafn raunhæft að eignast íbúð á Íslandi og núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti
Fréttir
Í gær

Læknir sviptur starfsleyfi – Sagður hafa lagt sjúklinga í hættu

Læknir sviptur starfsleyfi – Sagður hafa lagt sjúklinga í hættu
Fréttir
Í gær

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir flugöryggi ógnað

Segir flugöryggi ógnað