fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Carl Baudenbacher, lögmaður og fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, er ómyrkur í máli um þá ákvörðun Evrópusambandsins að veita Íslendingum og Norðmönnum ekki undanþágu frá verndartollum vegna kísiljárns. Ákvörðun um þetta var tekin í gær.

Carl er í viðtali í Morgunblaðinu í dag vegna málsins og segir hann ákvörðun sambandsins vera gróft brot á EES-samningnum.

Hann segist gera ráð fyrir að ESB hafi í ákvörðun sinni litið til 112. greinar EES-samningsins um að þeir eigi rétt á að grípa til öryggisráðstafana. EES-samninginn verði þó að túlka í heild sinni og ekki sé hægt að líta fram hjá grundvallarákvæðum um fjórfrelsið og tryggðarskylduna.

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu,“ segir Carl í samtali við Morgunblaðið.

Spurður um hugsanleg næstu skref segir Carl að þar sem um er að ræða ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB gætu ríkin skoðað að láta reyna á rétt sinn innan ESB-dómskerfisins. Erfitt væri að fara með málið til EFTA-dómstólsins.

Hann er harðorður í garð framkvæmdastjórnar ESB.

„Svona kemur maður ekki fram í garð nánustu samstarfsríkja. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ítrekað sagt að EES-ríkin séu nánast eins og aðildarríki en sparka svo skyndilega í samstarfsríki sín með þessum ósanngjarna hætti,“ segir Carl við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“