fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 08:00

Frá Laugavegi. Mynd: Valli. Mynd tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV fékk í gær ábendingu þess efnis að maður hefði fundist þungt haldinn í miðborginni fyrr í mánuðinum og væri haldið sofandi á sjúkrahúsi. Meðal áverka á manninum hefðu verið brotin andlitsbein. Maðurinn er íslenskur samkvæmt heimildum.

Er DV bar málið undir rannsóknarsvið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var atvikið staðfest. Eiríkur Valberg lögreglufulltrúi segir í samtali við DV: „Ég get staðfest við þig að það fannst maður með skerta meðvitund í miðbænum. Hann er á sjúkrahúsi, hann er þungt haldinn en ekki í lífshættu.“

Aðspurður segist Eiríkur ekki hafa upplýsingar um hvort manninum sé enn haldið sofandi á sjúkrahúsinu.

„Rannsókn er bara í fullum gangi hjá okkur,“ segir hann og staðfestir að lögreglan hafi mann grunaðan um árásina. „En það hefur enginn formlega fengið réttarstöðu sakbornings ennþá.“

Eiríkur staðfestir að bæði brotaþoli og sá sem grunaður er um árásina séu íslenskir. Hann segir að maðurinn hafi fundist á Laugavegi, aðfaranótt föstudagsins 7. nóvember, eða fyrir um 12 dögum. Sem fyrr segir er hann enn þungt haldinn.

Aðspurður segir Eiríkur að rannsókn málsins miði vel og allt stefni í að lögreglan leysi málið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Elín Edda ráðin fjármálastjóri Fastus

Elín Edda ráðin fjármálastjóri Fastus
Fréttir
Í gær

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“